30.3.04

Ferðalag súper

Góðan og blessaðan daginn. Þá erum við komin heim úr svakalega góðu ferðalagi. Við lögðum af stað á fimmtudeginum í síðustu viku og flugum gegnum San Fransisco til LA. Þar var Árdís búin að bjóða okkur að vera hjá sér og Dónald en þegar við komum á staðinn var hún ennþá á ráðstefnu (við vissum það alveg fyrir) þannig að Dónald tók höfðinglega á móti okkur. Að írskum sið bauð hann okkur uppá Guinness og við höfðum það mjög notalegt að spila Settlers og drekka Guinness fram eftir kvöldi.

Fyrsta daginn okkar í LA ákváðum við að nota til að skoða Pasadena, en Árdís og Dónald búa þar. Pasadena er svaka hip bær/úthverfi LA. Þangað fer fína liðið út að borða um helgar og miðbærinn er mjög huggulegur. Fullt af kaffihúsum og tískubúðum. Þar erum líka nokkur söfn og við skoðuðum eitt þeirra, Norton Simon safnið. Það er mjög lítið en alveg á heimsmælikvarða með fullt af frægum verkum. Aðallega skoðuðum við nútíma list, 1900 og yngra. Við sáum fullt af frægum verkum, m.a. eftir Van Gogh og Picasso. Síðan fórum við í smá göngutúr um eitt hverfi þar sem ríka fólkið býr, þar eru fullt af húsum eftir fræga arkitekta og mörg þeirra hafa verið notuð í bíómyndir. Eitt hús fannst okkur sérstaklega áhugavert og það er húsið sem the Doc bjó í. Ég kannaðist nú ekki alveg við húsið en bílskúrinn er áræðanlega sá sami. Það var svaka fyndið að sjá hann. Þetta hús er ekkert smá stórt og flott.

Um kvöldið fórum við öll saman á Tælenskan veitingastað. Hann var svona aðeins í sterkara lagi og það rauk alveg úr eyrunum á Óla. Síðan fórum við heim og spiluðum Settlers fram eftir öllu kvöldi, mjög gaman.

Læt þetta nægja í bili, ætla aðeins að reyna að finna útúr einu með netCDF ...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?