6.3.04
Takk fyrir komment!
Fyrsta kommentið sem ég fæ á síðuna mín. Ohh. Takk Sigurdís mín kæra vinkona. Duglega duglega vinkona. Hún Sigurdís er að fara í fullt af prófum núna næstu vikur til að sanna það að hún verði svaka góður læknir. Ég er alveg að rifna af stolti yfir því að eiga svona klára og duglega vinkonu. Gangi þér vel elsku dúlla, ég sendi þér lukkustrauma um að fá góðar spurningar.