13.3.04

Bréf alveg að verða til

Úff, það er nú meira hvað það er erfitt að skrifa bréf til fólks sem maður ekki þekkir, um hvað maður er nú frábær og vel til þess fallinn að hitta þá á hverjum degi. Phew.

Því leitast maður alltaf til að gera eitthvað annað þegar maður er að reyna að skrifa svona bréf. Núna var ég til dæmis að skoða vefsíðu stærstu (eða ein af) hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna, Woods Hole. Þar vinna um 1000 manns, stúdentar og vísindamenn. Ég hef mikinn áhuga á veðurfarsbreytingum og því fór ég strax inn á þessa síðu.

Leiðbeinandinn minn, David Archer, hélt líka fyrirlestur í gær sem var kannski einskonar intro fyrir bíómyndir sem eru að fara að hrella eða skemmta bíóglöðu fólki í sumar, önnur þeirra heitir "day after tomorrow" eða eitthvað þannig. En hann var að tala um möguleika þess að veðurfar í heiminum gæti gjörbreyst á næstu 10, 20, 100 árum. Meðal annars útskýrði hann fyrirbæri sem heitir "clathrates" en það er nokkuð sem gerir fólki í þessum geira erfitt með svefn. Ásamt svo mörgu öðru. Enda þótt þetta hafi verið skemmtilegur fyrirlestur og mikið um hlátrasköll þá var ég gráti næst yfir því hvað útlitið er svart.

Vinir og vandamenn: labbið, hjólið, skautið, skokkið í stað þess að keyra ef þið sjáið þess fært. Plís. Eða takið strætó!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?