10.3.04

The Industry

Ég hefði ekki trúað því hvað það er gaman að þekkja hljómsveit. Og fara á tónleika með henni. En því trúi ég núna því ég þekki hljómsveit og það er GEÐVEIKT gaman og ég skil grúppíur núna alveg 100%. Vá! Við Óli þekkjum svo kúl fólk að það er alveg ótrúlegt. Þau heita Angie og Justin og eru í hljómsveitinni ´The Industry´ og eru svaka góð og halda geðveikt skemmtilega tónleika bara til að skemmta sér og vinum sínum.

Þau voru með tónleika í gær á frekar þekktum stað hérna sem heitir Double Doors. Ég vildi endilega fara því síðast þegar við fórum að sjá þau þá komum við, sem er alveg týpiskt fyrir okkur, allt of seint og þau voru að taka saman. En í gær komum við á góðum tíma og það var einhver önnur hljómsveit að spila. Hún var nú ekki uppá marga fiska og ekki nokkur hræða á dansgólfinu. Annað var nú uppi á teningnum þegar the Industry byrjaði, dansgólfið fylltist, allir dönsuðu eins og það hefði ekki rignt í 10 ár og Óli tók svo góða takta að grey Angie gat varla sungið fyrir hlátri og Justin sleit streng. Allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var tvímælalaust besta þriðjudagskvöld í mörg ár.

Mér finnst eiginlega ekki annað vera í stöðunni en að fá þau til Íslands og gera þau fræg.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?