17.3.04
Ó ó barnið að fullorðnast
Sunnsubarnið er sextán ára í dag. Ætli ég verði að hætta að kalla hana barnið núna. Litla barnið mitt... ó ó. Ég er bara svolítið hrærð. Ég man þegar ég varð sextán. Þá hélt ég nú aldeilis að lífið myndi breytast. Sextán hljómar eins og svo flottur aldur, fimmtán er maður unglinur en sextán er maður kúl. Kannski fannst mér þetta að hluta til því á borði í myndmenntastofunni hafði einhver strákur (eða ég ímyndaði mér allavegana að það hefði verið strákur) krotað "sextán ára stelpur eru æði". Þá var ég kannski 14 og sannfærð um að það væri æði að vera 16. Síðan var það bara frekar venjulegt, en gaman, eða það minnir mig allavegana. Ég man samt eftir því að Helen vinkona mín lét mig lofa að minnast ekki þessa árs sem skemmtilegt (þetta var árið í Dubai - allir frekar súrir yfir að búa í arabaríki þar sem ekki var hægt að gera neitt skemmtilegt eða kúl) en í minningunni var þetta gott ár.
Við Óli erum á leið til Kali ekki á morgun heldur hinn. Spennó spennó. Hlakka til að fara í flugvél og í frí. Í notalegt hitastig og fá smá sól á mína gegnsæju leggi.
Við Óli erum á leið til Kali ekki á morgun heldur hinn. Spennó spennó. Hlakka til að fara í flugvél og í frí. Í notalegt hitastig og fá smá sól á mína gegnsæju leggi.