26.9.06

Tjah..

Ekki svo mikið að frétta héðan frá Chi. Ég er að vinna í hinu verkefninu mínu. Óli er á fyrirlestri. Ég missti náttúrulega af tíma sem ég ætlaði að fara í í dag. Svona er þetta alltaf fyrstu vikuna í skólanum. Ég fer ekki í tímana sem ég á að fara í. Bara er ekkert að spá í því að fara í tíma. Alveg útað aka.

Ég gleymdi samt ekkert að fara í yoga í gær. Það var svaka gaman. Fullt af nýju fólki og ég með þeim bestu. He he. Ekki að þetta sé keppni eða eitthvað. Samt gaman að þegar hún segir "og fyrir þá sem eru lengra komnir og vilja fara fulla leið í stellinguna ..." þá á það við mig. Jei. Síðan elduðum við Óli saman pizzu með aspas því nú er kominn aspas tími aftur. Hún var svaka góð. Það er ótrúlegt hvað maður verður góður í að gera pizzu þegar maður á pizza-ofn.

Annars horfði á mynd um daginn um strák sem sýgur puttann sinn. Thumbsucker. Hún var skemmtileg. Minnti svolítið á the Whale and the Squid sem er alveg frábær. Þessar myndir það sameiginlegt að vera um svolítið dis-funksjónal fjölskyldur og að finna sjálfan sig.

22.9.06

Mr Scoones

Uppáhalds kennarinn minn á allri minni skólagöngu. Hann kenndi landafræði (geography) og það var sko ekki þessi hefðbundna landafræði þar sem maður lærir nöfn á sýslunum og lengstu ám í heimi. Maður lærði um þróunarlönd, hver eru vandamálin, hvaða hugmyndir eru til um lausnir og af hverju virka þær ekki. Maður lærði um rökin með og á móti mismunandi orkugjöfum, um fátækt, AIDS, snjóflóð, loftmengun, rusl, áhrif, slæm og góð sem maðurinn hefur á jörðina. Það var alveg nýtt fyrir mér að spá svona í umheiminum, hugsa um fólk í öðrum heimi sem á ekki neitt og lifir á engu, hugsa um hvernig maðurinn miskunalaust drepur allt í kringum sig og sullar mengun og rusli útum allt.

Síðan skemmdi nú ekki fyrir að Mr Scoones var svakalegur töffari, með sítt hár í óreiðu, reikti sígarettur og var geðveikt sætur. Einu sinni átti hann í ástarævintýri með stærðfræðikennara sem vildi svo til að var gift eðlisfræðikennara sem kom einu sinni ævareiður inn í tíma til okkar og fór að lemja Mr Scoones. Það fannst okkur klikkað fyndið. Ekki Mr. Scoones, hann var alveg skíthræddur.

Ef ég hefði ekki verið í tíma hjá Mr Scoones væri ég núna örugglega að læra interior design og við ættum hömmer. Djók. Fyndið samt að hugsa til þess hvað umhverfið mótar mann mikið. Hvað fólk sem alveg tilviljunakennt kemur inn í líf manns hefur mikil áhrif á mann. Maður flytur til Singapúr af öllum stöðum, fer í skóla og hittir þar breta með brennandi hugsjón og er ekki samur eftir á. Málið er náttúrulega að svona hugsjón er smitandi. Það er svo mikill kraftur í svona fólki. Ekki séns að sleppa við að vera fangaður. Ég var að fletta honum upp á netinu núna í gær og komst að því að hann hefur skrifað fjöldan allan af kennslubókum. Búin að panta eina um hitnun jarðar og hlakka mikið til að skoða hana.

21.9.06

Að líta á björtu hliðarnar

Held ég að sé besti kosturinn sem maður hefur. Það þýðir bara ekki að sökkva sér í þunglyndi og kvarta og kveina yfir öllu mögulegu. Maður verður að njóta þess sem maður hefur og gera gott úr þeim aðstæðum sem maður er í. Sjáum til dæmis þennan bloggara.

"The paradox is that living in Caqueta is wonderful."

Segir maðurinn frá stríðshrjáðu svæðinu. Ef maður vinnur með sinni sannfæringu og gerir eins vel og maður getur, þá er maður sáttur við sjálfan sig. Og það er aðalatriðið. Allt annað kemur síðan í kjölfarið.

20.9.06

Óheppilegur sannleiki

Ég vil hvetja alla sem lesa þetta pár mitt að sjá myndina hans Al Gore, Óheppilegur sannleiki. Hún er mjög góð. Ég horfði á hana með því hugarfari að finna villur en ég gat varla fundið neinar. Stundum einfaldar hann þegar hann er að útskýra en það er bara til að auðvelda skilning, ekki til að afvegaleiða mann. Reyndar skilst mér að það sést ekki í ís á suðurskautslandinu árið sem Bandaríkin settu á "clean air act" (eins og hann segir) því Suðurskautslandið er frekar einangrað veðurfarslega útaf sterkum vindum sem blása kringum það. Kannski meinti hann Grænlands ís.. þar sjást svona hlutir betur.

Ég er mjög ánægð með Al Gore fyrir að gera vísindin á bak við veðurfarsbreytingar aðgengilegar fyrir almenning. Myndin er líka alveg skemmtileg. Hann tvinnar inn í hana persónuleg brot sem mér fannst fínt því maður getur orðið þreyttur á að fá of mikið af staðreyndum í einu. Mjög góð mynd. Mjög gott framlag. Endilega skellið ykkur.

19.9.06

Best að sýna þessu aðeins

Já, nú erum við ekki lengur með fjögra ára slangrið, fengum update og erum komin með nýja frasa á lager. Svolítið gott.

Það er nú siður að fara allavegana einu sinni fínt út að borða þegar maður kemur til Chicago og varð Custom House fyrir valinu hjá Ragga. Væntingarnar voru þónokkrar þar sem það þykir með fínni veitingahúsum í borginni og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Ég pantaði fennel súpu þar sem ég er mikill áhugamaður um þá rót og hún var unaðsleg. Silkimjúk og gott jafnvægi milli fennelsins og hvítlauksins. Síðan fékk ég mér lamb í aðalrétt og vitið þið hvað. Það er hægt að fá gott lamb utan Íslands. Og það fékk ég. Alveg ótrúlega gott. Vínið var frá Santa Maria Valley sem er núna eiginlega orðið uppáhaldssvæðið okkar í Kaliforníu. Kannski eftir að við fórum í vínsmökkunarferðina þangað um árið. Þetta var alveg súper máltíð og gott fyrir sálina líka að vera í svona miklum huggulegheitum.

En nú er Raggi farinn. Þá tekur við harkan ein hjá okkur. Skóli og læra og vinna og láta braka svolítið í sellunum.

18.9.06

Úfff...

Komin heim frá Kentucky og inn á skrifstofu. Allur vindur úr mér. Við klifruðum eina braut í gær. Eða réttara sagt, ég klifraði eina braut. Eina túristagildru. Hún hét það sko. 5.9 og alltof hátt í fyrsta kubbinn. Þau sem voru á henni á undan okkur settu klemmu og reipið okkar í því þau voru miklu betri en við og það var hátt fall niður á stóran stein sem beið eftir því að einhver myndi ökklabrjóta sig á sér. Óli reyndi og reyndi þangað til hann tognaði aðeins í handleggnum svo þá var komið að mér.

Ég reyndi nokkrum sinnum þangað til ég fattaði að ég þyrfti bara að gera þetta, ekki hugsa um að detta eða ná ekki eða eitthvað klúður. Komin upp að fyrstu klemmunni. Slaka aðeins á því það var nógu erfitt. Klifra aðeins ofar og lappirnar nema við klemmuna, fikra sig lengra til vinstri. Troða puttunum inní sprungu. Næ ennþá ekki í næsta kubb. Hvað næst? Upp með lappirnar. Hægri fótur ofar og komin í froskastellinguna. Færa hægri hendi í sprunguna, teygja úr hægri fæti, vinstri hendin nær í kubbinn. Ná í klemmu, toga í reipið, smella því í klemmuna, TAKE! Þetta var svo spennandi og intens að ég fæ ennþá stingi í puttana þegar ég hugsa um þessa braut.

Það var sko gott að komast heim í sturtu og þurrk. Þarna er nefnilega svo rakt alltaf. Maður fer ofaní rakan svefnpoka á kvöldin og í rök föt á morgnanna. En það er ekkert miðað við hvað þetta er æðislegt svæði. Á mörkunum að vera venjulegur skógur og frumskógur. Fullt af dýrum, salamöndrur og kynstrin öll af skordýrum og köngulóm. Aðalatriðið er náttúrulega að það eru himinháir klettar úr sandstein sem er algjört dúndurstuð að hanga utaní. Raggi var alveg ótrúlegur, klifraði bara og klifraði. Fyrst 5.6 á practice wall og síðan tvær 5.7-ur, næsta dag 5.8-, 5.8+ og endaði á 5.9-unni sem við vorum í hálfan dag að koma upp.

Jæja, tími til að kveðja the Red og koma huganum inn á skrifstofu.

16.9.06

bloggad fra Miguels

Tha erum vid komin til Kentucky, Red River Canyon ad klifra. Alveg hrikalega mikil hamingja. Forum eina 8-, sidan 8+ og sidan 9! Hun var gedveik. Fyrst reyndi eg, sidan Raggi og loks Oli. Ekkert gekk. Komumst ekki upp ad fyrsta kubb og bara duttum hvert a faetur odru. Oli fotbraut sig naestum en nadi loks ad kraekja i fyrsta kubbinn. Tha var hann svo uppgefinn ad eg setti hann nidur skjalfandi a beinunum. Naest for eg og kom tvemur kraekjum i vidbot fyrir. Tha var eg buinn og vard ad fara nidur. Oli tilbuinn ad nyju og gat klarad. Thessi braut er enginn amlodi. Hun grettistak. Thetta er aedi.

7.9.06

stresskast aldarinnar

Ég get varla sagt frá þessu. Þetta var svo brjálað. Klukkan hálf sex var proffinn ekki búinn að kommenta á abstraktinn. Og ég komin með allskonar sögur í kollinum. Ég ákvað þá að senda honum smá ítrekun og þá fékk ég svo gott svar að ég hugsaði með mér, best að fara og kaupa eitthvað í matinn og senda síðan dótið inn bara í kvöld, maður hefur jú til miðnættis.

Við Raggi förum í leiðangur í búðirnar. Fyrst í kjötið síðan erum við á leiðinni í grænmetið þegar maður kemur á móti okkur með pizzukassa í fanginu. Hver ætli það sé nema bara prófessorinn umtalaði. Alveg ljómandi, nýbúinn að senda inn abstraktinn sinn og hvort ég hafi ekki sent inn minn. Ha nei nei, bara á eftir. Já en tíminn rennur út klukkan sex. Hvað er eiginlega klukkan. Bíddu, hálf sjö.

Úpsí. Bruna í grænmetisbúðina, kaupa í hendingskasti, bruna heim, fara á límingunum við að fiffa til abstraktinn aðeins og senda hann inn. Fara á vefsíðuna og hvað haldiði? Submission deadline has passed. Ekki hægt að ýta á neinn link. Óli!! er ekki hægt að gera eitthvað fiff!?? Tinna mín, hvað ertu að skoða eitthvað 1997? Finna 2006. Í hvaða session er ég og hvaða index og númer og arghhh... Óli kreditkort correspondant session chair hvað á ég að gera. Æ æ æ. Algjör klikkun en hvað leggur maður ekki á sig fyrir velferð heimsins?

En á meðan heimurinn hrundi næstum hjá mér bjó Raggi til dýrindis máltíð úr öllu fína hráefninu sem við keyptum. Fennel og grænmeti og svínasneiðar með döðlu-ólívu-mmm-sósu. Núna er síðan bara generals tími í gangi hér á bæ og hugguleg heit.

annað uppkast sent

Ég veit ekki af hverju það er svona mikil stemmning við að senda inn abstrakt. Kannski af því að ráðstefnur sem jarðeðlisfræðingar halda eru alltaf á svo góðum stöðum. San Fransisco, Hawaii, Cape Cod... Og allir vinir manns eru að gera það sama, alltaf á síðustu stundu að púsla og enginn veit hvað hann á eftir að sýna eftir þrjá mánuði svo allir eru í draumkenndu ástandi að reyna að sjá það fyrir.

Það er hægt að skoða tölfræði um hvenær fólk sendir inn abstraktinn. Kannski kemur einn tvem vikum áður (úrdrátturinn hennar Angie) en fresturinn rennur út. Síðan kemur annar 3 dögum fyrir og síðan á aðaldeginum byrja þeir að týnast inn um og eftir hádegi. Fleiri og fleiri en seint um kvöld, þá er sprengja, 7000 úrdrættir á síðasta hálftímanum. Mjög fyndið. Eða þannig. Í nútíma þjóðfélagi þar sem enginn veit hvað mun gerast í næstu viku, hvernig á maður að geta séð fyrir hvað mun gerast á næstu þrem mánuðum. Það er fjórðungur af ári.

AGU

Eitt af því skemmtilega við að vera jarðeðlisfræðingur er spennan í kringum AGU. En AGU stendur fyrir American Geophysical Union sem þýðir líka Samfélag Jarðeðlisfræðinga í Ameríku og merkir í rauninni tækifæri til að komast til San Fran Sisco. Ráðstefnan er í desember og því skilur enginn neitt í því að senda þurfi inn abstractinn í byrjun september.

Ég skildi hins vegar ekki neitt í því þegar leiðbeinandinn minn sendi mér tölvupóst um það hvort ég vildi ekki skella mér á þessa samkomu. Að sjálfsögðu vildi ég það og því stóð ég í því að púsla saman abstrakt þangað til það rauk úr eyrunum á mér. Það var því gott þegar strákarnir á heimilinu hringdu í mig og boðuðu mig í pizzu og bjór í bænum. Ekta Chicago pizza sem Raggi kokkur var svona ánægður með í meðallagi. Og ég er alveg sammála honum. Deep dish er bara ekki málið. En pizzan var samt góð.

4.9.06

Cheers darling

Hvort er betra, að njóta lífsins svaka vel. Borða góðan mat, sjá heiminn, hlusta á life tónlist með vinum sínum og njóta alls þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Í kjölfarið mengar maður og gerir heiminn að verri stað fyrir hin dýrin í skóginum.

Eða

Vera alltaf heima hjá sér í kotinu, rækta rófur og grænkál, vera kannski með nokkrar rolluskjátur og fara aldrei neitt nema fótgangandi. Þá hefur maður líka áhrif á umhverfið. Rollur eru næstum jafn slæmar og maðurinn, allavegana á Íslandi og einhvernveginn verður maður að halda á sér hita, svo maður er með hitaveitu og sólarsellu á þakinu (það tekur sólarsellu tvö ár að borga til baka framleiðslukostnaðinn í rafmagni).

Pointið er að það er ómögulegt að vera alveg umhverfisvænn. Og ef maður nýtur lífsins ekki neitt, er þá ekki öll eyðileggingin til einskins? Hvort er verra, að hafa eyðileggingu og vera súr eða að hafa eyðileggingu og njóta hverrar únsu af henni? Men, ég hefði átt að taka heimspeki í menntaskóla. Eða siðfræði. Það ætti að bjóða uppá visku. Hvernig fær til dæmis Gandálfur svona mikla visku?

Jæja, kannski ég reyni að búa til gröf frekar en að vera með samviskubit. Það hefur jú ekkert uppá sig, eins og leiðtogi samviskunnar segir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?