7.9.06

annað uppkast sent

Ég veit ekki af hverju það er svona mikil stemmning við að senda inn abstrakt. Kannski af því að ráðstefnur sem jarðeðlisfræðingar halda eru alltaf á svo góðum stöðum. San Fransisco, Hawaii, Cape Cod... Og allir vinir manns eru að gera það sama, alltaf á síðustu stundu að púsla og enginn veit hvað hann á eftir að sýna eftir þrjá mánuði svo allir eru í draumkenndu ástandi að reyna að sjá það fyrir.

Það er hægt að skoða tölfræði um hvenær fólk sendir inn abstraktinn. Kannski kemur einn tvem vikum áður (úrdrátturinn hennar Angie) en fresturinn rennur út. Síðan kemur annar 3 dögum fyrir og síðan á aðaldeginum byrja þeir að týnast inn um og eftir hádegi. Fleiri og fleiri en seint um kvöld, þá er sprengja, 7000 úrdrættir á síðasta hálftímanum. Mjög fyndið. Eða þannig. Í nútíma þjóðfélagi þar sem enginn veit hvað mun gerast í næstu viku, hvernig á maður að geta séð fyrir hvað mun gerast á næstu þrem mánuðum. Það er fjórðungur af ári.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?