18.9.06

Úfff...

Komin heim frá Kentucky og inn á skrifstofu. Allur vindur úr mér. Við klifruðum eina braut í gær. Eða réttara sagt, ég klifraði eina braut. Eina túristagildru. Hún hét það sko. 5.9 og alltof hátt í fyrsta kubbinn. Þau sem voru á henni á undan okkur settu klemmu og reipið okkar í því þau voru miklu betri en við og það var hátt fall niður á stóran stein sem beið eftir því að einhver myndi ökklabrjóta sig á sér. Óli reyndi og reyndi þangað til hann tognaði aðeins í handleggnum svo þá var komið að mér.

Ég reyndi nokkrum sinnum þangað til ég fattaði að ég þyrfti bara að gera þetta, ekki hugsa um að detta eða ná ekki eða eitthvað klúður. Komin upp að fyrstu klemmunni. Slaka aðeins á því það var nógu erfitt. Klifra aðeins ofar og lappirnar nema við klemmuna, fikra sig lengra til vinstri. Troða puttunum inní sprungu. Næ ennþá ekki í næsta kubb. Hvað næst? Upp með lappirnar. Hægri fótur ofar og komin í froskastellinguna. Færa hægri hendi í sprunguna, teygja úr hægri fæti, vinstri hendin nær í kubbinn. Ná í klemmu, toga í reipið, smella því í klemmuna, TAKE! Þetta var svo spennandi og intens að ég fæ ennþá stingi í puttana þegar ég hugsa um þessa braut.

Það var sko gott að komast heim í sturtu og þurrk. Þarna er nefnilega svo rakt alltaf. Maður fer ofaní rakan svefnpoka á kvöldin og í rök föt á morgnanna. En það er ekkert miðað við hvað þetta er æðislegt svæði. Á mörkunum að vera venjulegur skógur og frumskógur. Fullt af dýrum, salamöndrur og kynstrin öll af skordýrum og köngulóm. Aðalatriðið er náttúrulega að það eru himinháir klettar úr sandstein sem er algjört dúndurstuð að hanga utaní. Raggi var alveg ótrúlegur, klifraði bara og klifraði. Fyrst 5.6 á practice wall og síðan tvær 5.7-ur, næsta dag 5.8-, 5.8+ og endaði á 5.9-unni sem við vorum í hálfan dag að koma upp.

Jæja, tími til að kveðja the Red og koma huganum inn á skrifstofu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?