20.9.06

Óheppilegur sannleiki

Ég vil hvetja alla sem lesa þetta pár mitt að sjá myndina hans Al Gore, Óheppilegur sannleiki. Hún er mjög góð. Ég horfði á hana með því hugarfari að finna villur en ég gat varla fundið neinar. Stundum einfaldar hann þegar hann er að útskýra en það er bara til að auðvelda skilning, ekki til að afvegaleiða mann. Reyndar skilst mér að það sést ekki í ís á suðurskautslandinu árið sem Bandaríkin settu á "clean air act" (eins og hann segir) því Suðurskautslandið er frekar einangrað veðurfarslega útaf sterkum vindum sem blása kringum það. Kannski meinti hann Grænlands ís.. þar sjást svona hlutir betur.

Ég er mjög ánægð með Al Gore fyrir að gera vísindin á bak við veðurfarsbreytingar aðgengilegar fyrir almenning. Myndin er líka alveg skemmtileg. Hann tvinnar inn í hana persónuleg brot sem mér fannst fínt því maður getur orðið þreyttur á að fá of mikið af staðreyndum í einu. Mjög góð mynd. Mjög gott framlag. Endilega skellið ykkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?