22.9.06

Mr Scoones

Uppáhalds kennarinn minn á allri minni skólagöngu. Hann kenndi landafræði (geography) og það var sko ekki þessi hefðbundna landafræði þar sem maður lærir nöfn á sýslunum og lengstu ám í heimi. Maður lærði um þróunarlönd, hver eru vandamálin, hvaða hugmyndir eru til um lausnir og af hverju virka þær ekki. Maður lærði um rökin með og á móti mismunandi orkugjöfum, um fátækt, AIDS, snjóflóð, loftmengun, rusl, áhrif, slæm og góð sem maðurinn hefur á jörðina. Það var alveg nýtt fyrir mér að spá svona í umheiminum, hugsa um fólk í öðrum heimi sem á ekki neitt og lifir á engu, hugsa um hvernig maðurinn miskunalaust drepur allt í kringum sig og sullar mengun og rusli útum allt.

Síðan skemmdi nú ekki fyrir að Mr Scoones var svakalegur töffari, með sítt hár í óreiðu, reikti sígarettur og var geðveikt sætur. Einu sinni átti hann í ástarævintýri með stærðfræðikennara sem vildi svo til að var gift eðlisfræðikennara sem kom einu sinni ævareiður inn í tíma til okkar og fór að lemja Mr Scoones. Það fannst okkur klikkað fyndið. Ekki Mr. Scoones, hann var alveg skíthræddur.

Ef ég hefði ekki verið í tíma hjá Mr Scoones væri ég núna örugglega að læra interior design og við ættum hömmer. Djók. Fyndið samt að hugsa til þess hvað umhverfið mótar mann mikið. Hvað fólk sem alveg tilviljunakennt kemur inn í líf manns hefur mikil áhrif á mann. Maður flytur til Singapúr af öllum stöðum, fer í skóla og hittir þar breta með brennandi hugsjón og er ekki samur eftir á. Málið er náttúrulega að svona hugsjón er smitandi. Það er svo mikill kraftur í svona fólki. Ekki séns að sleppa við að vera fangaður. Ég var að fletta honum upp á netinu núna í gær og komst að því að hann hefur skrifað fjöldan allan af kennslubókum. Búin að panta eina um hitnun jarðar og hlakka mikið til að skoða hana.

Comments:
Hægfara máttur upplýsingafljótsins er drifið áfram af eldmóði hugsjónanna. Hverjum dettur í hug að líta á kennslu sem lítilsiglt starf?
Til fróðleiks þá var Austurvöllur í kvöld troðfullur af fólki sem mótmælti fyllingu Hálslóns. Ómar Ragnarsson er hetja dagsins.
 
...fyndið, ég ætlaði einnig að fara að tala um Ómar! þú ættir að reyna að finna ræðuna sem hann hélt nú áðan (í mynd- eða textaformi) Tinna, hún var ææææðisleg.

Ómar Ragnarsson es un hombre mui calidad.

kv, Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?