26.9.06

Tjah..

Ekki svo mikið að frétta héðan frá Chi. Ég er að vinna í hinu verkefninu mínu. Óli er á fyrirlestri. Ég missti náttúrulega af tíma sem ég ætlaði að fara í í dag. Svona er þetta alltaf fyrstu vikuna í skólanum. Ég fer ekki í tímana sem ég á að fara í. Bara er ekkert að spá í því að fara í tíma. Alveg útað aka.

Ég gleymdi samt ekkert að fara í yoga í gær. Það var svaka gaman. Fullt af nýju fólki og ég með þeim bestu. He he. Ekki að þetta sé keppni eða eitthvað. Samt gaman að þegar hún segir "og fyrir þá sem eru lengra komnir og vilja fara fulla leið í stellinguna ..." þá á það við mig. Jei. Síðan elduðum við Óli saman pizzu með aspas því nú er kominn aspas tími aftur. Hún var svaka góð. Það er ótrúlegt hvað maður verður góður í að gera pizzu þegar maður á pizza-ofn.

Annars horfði á mynd um daginn um strák sem sýgur puttann sinn. Thumbsucker. Hún var skemmtileg. Minnti svolítið á the Whale and the Squid sem er alveg frábær. Þessar myndir það sameiginlegt að vera um svolítið dis-funksjónal fjölskyldur og að finna sjálfan sig.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?