7.9.06

stresskast aldarinnar

Ég get varla sagt frá þessu. Þetta var svo brjálað. Klukkan hálf sex var proffinn ekki búinn að kommenta á abstraktinn. Og ég komin með allskonar sögur í kollinum. Ég ákvað þá að senda honum smá ítrekun og þá fékk ég svo gott svar að ég hugsaði með mér, best að fara og kaupa eitthvað í matinn og senda síðan dótið inn bara í kvöld, maður hefur jú til miðnættis.

Við Raggi förum í leiðangur í búðirnar. Fyrst í kjötið síðan erum við á leiðinni í grænmetið þegar maður kemur á móti okkur með pizzukassa í fanginu. Hver ætli það sé nema bara prófessorinn umtalaði. Alveg ljómandi, nýbúinn að senda inn abstraktinn sinn og hvort ég hafi ekki sent inn minn. Ha nei nei, bara á eftir. Já en tíminn rennur út klukkan sex. Hvað er eiginlega klukkan. Bíddu, hálf sjö.

Úpsí. Bruna í grænmetisbúðina, kaupa í hendingskasti, bruna heim, fara á límingunum við að fiffa til abstraktinn aðeins og senda hann inn. Fara á vefsíðuna og hvað haldiði? Submission deadline has passed. Ekki hægt að ýta á neinn link. Óli!! er ekki hægt að gera eitthvað fiff!?? Tinna mín, hvað ertu að skoða eitthvað 1997? Finna 2006. Í hvaða session er ég og hvaða index og númer og arghhh... Óli kreditkort correspondant session chair hvað á ég að gera. Æ æ æ. Algjör klikkun en hvað leggur maður ekki á sig fyrir velferð heimsins?

En á meðan heimurinn hrundi næstum hjá mér bjó Raggi til dýrindis máltíð úr öllu fína hráefninu sem við keyptum. Fennel og grænmeti og svínasneiðar með döðlu-ólívu-mmm-sósu. Núna er síðan bara generals tími í gangi hér á bæ og hugguleg heit.

Comments:
Og tókst þér að senda þetta inn?!?
Kv. Sigurdís
 
já, tókst!
 
Ég er með spurningu sem ég hef velt fyrir mér í mörg ár eftir að hafa horft á ER í sjónvarpinu. Er alltaf rigning eða snjókoma í Chicago???? Þættirnir eiga jú að gerast í Chicago-borg og mér finnst alltaf vera vetur, kuldi, rigning, snjór og bylur!

Elsku Tinna...geturðu svarað þessu?
 
Anda inn, anda út!
 
Já ég get svarað þessu. Á sumrin er sól sól sól. Gott veður endalaust nema þegar það er skúr. En það er sjaldan. Á veturna er kalt yfirleitt, það rignir stundum, snjóar stundum en aðallega er heiðskýrt og ekki einu sinni rok, þrátt fyrir viðurnefnið. Ég held að á hollywood máli heitir þetta "for dramatic effects" sem er líka passandi fyrir ER sem er drama-þáttur. Kannski skýrist þetta af því að þótt þættirnir eiga að gerast í Chicago, eru þeir teknir upp í LA, og þar vita menn ekkert um veður því þar er bara sól.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?