7.9.06

AGU

Eitt af því skemmtilega við að vera jarðeðlisfræðingur er spennan í kringum AGU. En AGU stendur fyrir American Geophysical Union sem þýðir líka Samfélag Jarðeðlisfræðinga í Ameríku og merkir í rauninni tækifæri til að komast til San Fran Sisco. Ráðstefnan er í desember og því skilur enginn neitt í því að senda þurfi inn abstractinn í byrjun september.

Ég skildi hins vegar ekki neitt í því þegar leiðbeinandinn minn sendi mér tölvupóst um það hvort ég vildi ekki skella mér á þessa samkomu. Að sjálfsögðu vildi ég það og því stóð ég í því að púsla saman abstrakt þangað til það rauk úr eyrunum á mér. Það var því gott þegar strákarnir á heimilinu hringdu í mig og boðuðu mig í pizzu og bjór í bænum. Ekta Chicago pizza sem Raggi kokkur var svona ánægður með í meðallagi. Og ég er alveg sammála honum. Deep dish er bara ekki málið. En pizzan var samt góð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?