11.7.05

Eldur og brennisteinn

Hrikalegt stress sem fylgir því að vinna verkefni í hóp. Æ æ æ. Forritið er að taka á sig einhverja mynd. Það er gott, en það eru enn nokkrir lausir endar sem ég þarf að spá í. Mig dreymdi í nótt að agnir féllu niður á hafsbotninn. Þær bara féllu og féllu, eins endalaus lykkja, ekkert annað gerðist, en síðan rofnaði lykkjan þegar Óli skreið í rúmið og fór að lesa.

Það er samt annað sem er að angra mig þessa dagana og það er fíkniefni. Mér sýnist eins og það sé næstum því faraldur hérna í bandaríkjunum með fíkniefnið methamphetamine. Það er í fréttunum annan hvern dag eitthvað um þetta dóp og allt sem því tengist er svo ógeðslegt að það nær engri átt. Núna í dag var á forsíðunni frétt um það að barna-athverfi eru yfir full af börnum sem eiga foreldra í neyslu þessa efnis. A Drug Scourge Creates Its Own Form of Orphan. Ég er alveg miður mín.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?