22.7.05

Plaggat að prentast!!!

Jei, það tókst! Plaggatið er að prentast og klukkan er ekki orðin miðnætti! Alveg ótrúlegt. Ég er nokkuð ánægð með þetta, ég hugsa ekki að forritið geri neinar villur þó svo það sé hægt að bæta það á ýmsa vegu. Að sjálfsögðu vantar ýmis ferli sem eiga sér stað í raunveruleikanum og eru jafnvel nokkuð þekkt. En það er svaka erfitt að koma öllu fyrir og tíminn var naumur.

Ég segi það aftur að ég hefði aldrei trúað því að það væri svona stressandi að vera vísindamaður. Gera plaggat og fara á ráðstefnu. Og allir eru alltaf í stressi með þessi plaggöt. Nú er ég orðin svaka spennt því þetta er fyrsta ráðstefnan sem ég fer á og ég hlakka til að sjá hvernig það er. Ég hugsa að það sé kannski svipað því að vera í heimavistarskóla. Maður fær mat í öll mál og það er búið að leggja út dagskrá fyrir mann sem byrjar fyrir átta. Það er nú bara mið nótt fyrir suma.

Annars er það í fréttum héðan frá Chicago að Valur frændi minn og Björg unnusta hans eignuðust stúlkubarn í nótt sem leit bara alls ekki út fyrir að vera nýfædd þegar hún var í raun nýfædd. Hún er með hár niður á herðar og mér sýnist hún kunna að telja.

Comments:
hey,mínar bestu óskir um að conferencið gangi að óskum, sýndu þeim nú hvernig á að gera þetta.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?