27.7.05

Ráðstefna SÚPER

Ráðstefnan var geðveik. Allt gekk eins og í sögu. Plaggatið vakti stormandi lukku. Þegar ég var búin að pakka því saman þurfti ég að hengja það upp í tvígang. Samt var það búið að hanga uppi í tvo daga og ég búin að tala við fullt af fólki. Þetta var svo mikil snilld ég hef aldrei vitað annað eins.

Þessi ráðstefna var svokölluð Chapman ráðstefna. Það eru litlar ráðstefnur um mjög afmarkað efni. Þetta er svona AGU-mini ráðstefna. Allir helstu sérfræðingarnir um agnir í sjó voru þarna, það er um 20 manna hópur sem eru aðal og síðan voru svona 40 manns sem eru minna aðal, eins og við nemendurnir, við vorum átta. Mjög heppileg stærð af hóp, maður nær að spjalla við flesta og kynnast mörgum. Ekkert smá gaman að vera búin að lesa fullt af greinum eftir einhvern og vera að nota ákveðna niðurstöðu í líkaninu sínu og geta síðan spjallað við viðkomandi í tuttugu mínútur. Og hot shot vísindamaður er svaka spenntur fyrir því sem maður er að spá.

Núna er allt búið og ég er bara að chilla í Woods Hole. Er svaka skvísa á hip kaffihúsi með hvítu nýju tölvuna mína. Flestir aðrir eru með dell og í vandræðum með að tengjast netinu. He he, ekki ég. Su Yoon vinkona mín er hérna í work-shop. Þetta Woods Hole batterí er STÓRT. Svo við ætlum að borða saman. Síðan vona ég að hún bjóði mér að gista því ég er ekki með neinn gististað. Annars verð ég að fara til Boston og finna motel. Ég hugsa að ég gæti alveg búið hérna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?