21.7.05

Einn og hálfur dagur til stefnu

Ég hefði nú bara ekki trúað því hversu mikið mál það er að fara á ráðstefnu. Vinna vinna vinna. Proffinn minn kastaði smá sprengju á verkefnið í morgun, svona þegar ég hélt að allt væri meira og minna komið. Nei, bara gengur ekki að láta eitt gerast á ákveðinn máta. Breyta! Svo ég er búin að vera að breyta öllu í dag. Var hissa á því hversu lítið mál það var en ætli það komi ekki í ljós á morgun. Proffinn er nefnilega í Þýskalandi á versta tíma svo það er ekki stór gluggi til samskipta. Mig er farið að verkja í fingurna eftir að vera búin að vera með þá krosslagða í fleiri vikur. Ég vona bara að hann verði sáttur svo ég geti smellt þessu plaggati saman á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?