17.7.05

Jæja

Já ég er svona um það bil að fara yfirum á þessu verkefni. Einn daginn er allt í þessu góða, þann næsta er allt í rugli. Aumingja Óli skilur ekkert hvað er eiginlega á seyði. Líkanið er svotil komið, nú þarf bara að fá niðurstöður. Maður myndi halda að það væri ekkert mál. Bara prenta út einhverjar myndir. En maður þarf að vera með það á hreinu af hverju maður maður ákveður að nota þessa fasta og þessa ákveðnu stærð og bla bla bla...

Við Óli fórum í smá göngu um HP í morgun. Ég var að skila mynd of seint og við kíktum því í Binna-búð því hún er beint á móti vídeóleigunni. Þar vinnur mikill vínáhugamaður og heimsóknin sú endaði eftir hálftíma spjall um Pino og Santa Barbara vín með því að við keyptum eitt Rósa vín Óla ekki til mikillar hamingju en í þessum hita þá er bara ekki annað hægt, þeas það er engan veginn hægt að drekka rautt, og "the rósey" var alveg ljómandi í þessum hita og þurrki sem nú herjar hér á okkur. Maðurinn sagði að við yrðum svo kát með þetta vín að við myndum finna okkur knúin til að deila því með honum og bera honum þakkir fyrir ábendinguna að hann lét okkur fá nafnspjaldið sitt til að geta svalað þeirri þörf. Það hefur hinsvegar ekki komið til þess.

Óli er hrikalega lunkinn við að finna góða díla svo nú erum við með HBO í nokkurn tíma. Það eru engar auglýsingar á HBO. Bara allskonar þættir. Klukkan er orðin svaka margt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?