5.7.05

Vínsmökkun og brimbrettasprell

Ferðalag okkar á strandir Kaliforníu hefur verið alveg geggjað. Við erum búin að kynnast Mið-strandar (central coast) vínum mjög vel. Skemmtilegust eru Pino-vínin en Syrah getur líka verið gott. Það er æðislega gaman að heimsækja víunekrur, skemmtilegast er þó að fara á lítil fjölskyldu setur.

Það er margt hægt að skoða og gera hér annað en að smakka. Margir bæir komu okkur á óvart. Eins og San Luis Obispo. Það er svaka hip staður og kúl. Við fórum á Big Sky Cafe sem er einmitt brilliant kúl veitingastaður.

Við erum ennþá í LA, erum að fara að fljúga heim á eftir, en ætlum að reyna að tékka á einhverju hérna fyrst svo ég þarf víst að drífa mig í sturtu...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?