23.7.05

Aðeins of bráð

Síðasta færsla var klassískt dæmi þess sem maður á aldrei að gera. Segja að eitthvað sé komið áður en það er alveg 100% örugglega komið. Jú jú, prentarinn var að prenta í gær en eingöngu með svart blek. Ég er náttúrulega með liti. Eftir heilmiklar tilfæringar og hristingar á blekgaurum ákvað ég klukkan hálf eitt að ég skyldi bara láta Kinkos sjá um að prenta þetta plaggat þó það myndi kosta mig skildinginn.

Klukkan tíumínútum fyrir sex er ég komin að Kinkos. Þegar opnað var klukkan sex sagði ég manninum hvað væri í gangi og að ég þyrfti að láta prenta fyrir mig plaggat. Kinkos er mjög sérhæft fyrirbæri sem býður viðskiptavinum uppá aðgang að tölvum og prentun. Svo mér fannst eðlilegt að leita til þeirra. Ok. Maðurinn spyr mig hvar ég sé með skjalið sem ég vilji prenta og ég segi að það sé á internetinu á þessari slóð. Hann segir: jah, við gerum ekki þannig, þú verður að rétta mér skjalið. (!!!) Ég segi, hvað meinarðu, í hvaða formi viltu fá það? Hann segir að auðveldast væri að ég sendi honum það í tölvupósti, ég geti keypt mér aðgang að einni af þessum tölvum. Klukkan er sex um morgun svo ég geri það bara. Skjalið er náttúrulega svo stórt að póstforritið hans ræður ekki við það. Ég spyr hann hvort ég megi ekki bara sækja skjalið á tölvunni hans með Netscape (hver er eiginlega með netscape í dag??) Jæja, hann segir það ekki vera venja en ok.

Síðan man hann það að prentarinn er bilaður. Það kom viðgerðarmaður í gær. Ég er eitthvað hálf hissa og segi bara "nú?" Þá segir hann "Þú heldur bara að þú getir gengið hingað inn og látið prenta fyrir þig sisvona. Án þess að vera búin að setja inn request! Það eru allskonar hlutir sem ég þarf að gera í dag, innbindingar!"

Klukkan sex að morgni. Þetta var mjög súrrealiskt. Ég skil ekkert í þessum gaur. Ég var alls ekki dónaleg eða brjáluð. Bara stelpa í vandræðum sem vildi endilega að þessi gaur myndi redda því sem hann sérhæfir sig í að redda.

En nú vil ég tilkynna það að plaggatið er prentað, í lit og svakalega flott, komið inn á borð til mín. Það þurfti bara að hrista rauða litinn svakalega mikið. Þegar allt kom til alls var það nú ágætt að þessi Kinkos stofnun var jafn góð í að prenta og Starbucks er að laga kaffi.

Comments:
Hæ Tinna mín,
Til hamingju með plakatið! Þú ert svo dugleg:) Kveðja, Svava
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?