20.7.05

Hvað er þetta með fólk?

Það eru barasta allir sem ég þekki óléttir. Líka kallarnir. Þannig að ég eignast núna ný frændsystkin annan hvern dag liggur við. Næst á dagskrá er Valur frændi og Björg. Setti link á nýju síðuna þeirra á spássíðuna.

Mér finnst svo táknrænt þegar maður klárar blekpenna. Vegna allskonar alheimslögmála þá týnast alltaf fínu pennarnir manns en einhvern veginn á maður ótrúlega ómerkilega penna sem maður fékk á einhverjum bás í mörg ár. Núna í kvöld gerðist það síðan að penni sem ég hef átt síðan við fluttum hingað til Chicago bara kláraðist. Bingó. Engin viðvörum. Ég varð hálf klökk, penni sem er búinn að fylgja mér í áraraðir og ég hef aldrei kunnað að meta, en ekki getað týnt, bara gefur upp öndina eftir að hafa þjónað mér af svo ótrúlegri samviskusemi og óeigingirni. Hann bað aldrei um neitt í staðin.

Annars hefur ýmislegt gerst með CUPS. Email hafa verið send og fólk hvaðan að hefur komið með ábendingar og ljáð tíma sinn og vinnu til að projectið megi blómstra. Justin benti mér til dæmis á að ég skyldi færa frauðplastbollana svo fólk þyrfti að ganga nokkur skref frá kaffivélinni til að ná í þá. Þegar ég var að útfæra þá hugmynd stakk Alexis upp á því að þeir skyldu ekki bara færðir heldur faldir. Og Young Jin stakk þá upp á að setja þá í ískápinn. Það var náttúrulega besti felustaðurinn. Það var nokkru seinna en þessar hugmyndir voru útfærðar að grunlausir tölfræðinemar fengu allir tölvupóst. Formaður 'Environmental wackhos' ákvað á þeirri stundu að draga sig aðeins til hlés en fylgjast með úr fjarlægð. Stundum gerist það að allir bollarnir séu á vaskinum, stundum eru þeir uppi á kaffivélinni. Sérstaklega var beðið um að þeir skyldu ekki settir upp á vélina (í tölvupóstinum) en það er eins og þeir eigi sér sjálfstæðan vilja og skoppa um í kaffistofunni.

Comments:
Blessuð Tinna mín:)
Já, ég veit það eru allir óléttir. Það hefur orðið einhvers konar frjósemissprengja hérna. Kann ekki frekari útskýringu á þessu..Ji, hvað það væri nú gaman ef að þú og Óli mynduð fara að fjölga ykkur. Afsprengin yrðu mjög gáfuð og lagleg:)
Hérna heima er LOKSINS komið sumarveður. Loksins, loksins getur maður gengið um í pilsi og verið í sumarfötunum án þess að vera kalt.
Sakna þín ógurlega mikið Tinna mín, Kiss kiss, Svava
 
Takk Svava fyrir þetta fína hrós. Það er hinsvegar ekki á dagskránni þar sem kunnum vel við okkur óábyrg og skyldulaus. Og við eigum engar milljónir sem er það sem þarf hérna í bandaríkjunum.
 
...og ekki gleyma Britney
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?