14.7.05
Forrit í góðum málum
Ég held ég hafi aldrei verið í jafn miklu stressi og tímahraki og núna. Þetta gengur í öfgar. Ráðstefnan er eftir 10 daga, forritið varð hugsanlega til í gær, nokkurnveginn. En maður veit aldrei, það eru alltaf einhver kvikindi að laumast sem maður ekki getur séð. En allavegana getum við farið að gera spekulasjónir og athugað hverskonar niðurstöður við fáum. Síðan þarf ég að gera þetta plaggat og fara á ráðstefnuna. En síðan. Ég hélt að ég fengi frí. En það lítur ekki út fyrir það. Núna var proffinn að tala um það við mig að þyrfti að gera það upp við mig hvaða blað ég hefði áhuga á að senda greinina inn til. Greinina. Jæja. Úff.