8.7.05
Tvöhundraðasta færslan!
Borte bra men hjemme best. Þetta er norskur málsháttur sem ég hef lært að meta betur og betur með árunum. Jafnframt er þetta fyrsti málshátturinn sem ég lærði, og var ég alls ekki sammála honum lengi til. Þótt Kalifornía rúli og við Óli skemmtum okkur þar stórvel, ekki síst síðasta daginn þegar við fórum á línuskauta á Venice beach og sáum meðal annars stælta kroppa í úti-lyftingasalnum, þá var mjög notalegt að koma heim og ég var alveg dauðfegin því að geta haldið áfram að vinna.