12.7.05

Project - Cups

Ýmislegt markvert hefur gerst varðandi áðurlýstri tilraun. Það fyrsta sem ég hef komist að er að fólk virðist hikandi við að taka bolla. Ég hef séð þó nokkra góðkunningja tölfræðideildarinnar með frauðplast bolla þó svo að nóg er til af þeim keramísku. Það er vel þekkt að fólk er hrætt við nýjungar, og sé ég skýr merki þess hér.

Síðan er eitt vandamál varðandi kaffi herbergið sem ég hafði ekki hugsað fyrir. Það er ekki pláss fyrir þessa bolla. Þeir taka svolítið pláss þar sem ekki er auðvelt að stafla þeim og það er bara ekki svo mikið borð pláss þarna. Ég hafði upphaflega sett þá ofan á kaffivélina. Hún er nokkuð stór og ber þá auðveldlega. Málið er að svo virðist sem konur þær er fylla baunir og vatn á vélina finnst óþægilegt að hafa bollana ofaná.

Ég ákvað því að taka þurrmjólkina og sykurinn af pínu-ponsu-litla borðinu til að gera pláss fyrir keramik bollana. Þeir standa nú við hlið frauðplast bollanna. Spennandi verður að sjá hvernig þetta fyrirkomulag eigi eftir að virka. Nánar um það á morgun eða hinn.

Comments:
ohman, þetta fer að vera spennandi...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?