30.11.04

Get ekki setið á mér

Í dag. Í varmafræði. Erfiðasti kúrsinn.

Strákur sem er á góðri leið (eða það héldum við) með að verða varmafræðingur spurði út í eitt atriði á "activity" grafi sem við vorum að skoða í tíma í dag. Kennarinn hann Mark, hváði aðeins og sagði eitthvað um að ef maður skoðar Gibbs orku, og jafnvægisfastann... umm, nei ekki jafnvægisfastann... (pása), hmm... Haldiði ekki að ég hafi bara rétt upp hönd og sagt. "Nú er það ekki augljóst að vetnið er að minnka og fyrst það er undir striki, þá bla bla bla".

Og Mark sagði það sem hann segir svaka mikið "Yes! You´re absolutely right!" Svaka gaman fyrir mig að láta ljós mitt skína svona í síðasta tímanum. Vonandi helst þetta sólskin fram yfir próf...

29.11.04

Airwaves koma til Chicago

Því verður ekki með orðum líst hve ég ELSKA rás 2 mikið. Og Bang Gang. Andrea er einmitt að spila föstudagskvöldið 22 okt á rás 2 núna.

Klifrið var gott í gær. Við byrjuðum á einni 10, síðan tókum við nokkrar níur og enduðum á því að reyna við "Ethan cries wolf" sem var 5.11 og svaka erfið. Við urðum bæði að lúta í minnihluta við hana. Ethan er félagi okkar og svaka góður að klifra.

Eftir klifrið fórum við í IKEA og keyptum sjónvarpsborð. Það er reyndar of lítið, Óli komst að því áðan. En við komumst reyndar ekki að því að kaupa sjónvarpið því allar búðir voru lokaðar þegar við vorum loksins búin með sænsku kjötbollurnar og að skoða hvern einasta hlut í IKEA. Erum líka að hugsa um að panta bara sjónvarpið á Amazon því þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að það komist ekki í bílinn. Bíllinn er frekar lítill.

27.11.04

Yndislegt

Maðurinn minn eldaði kvöldmat í kvöld. 10 stig fyrir þann sem getur upp á hverju hann eldaði. Máltíðin var alveg himnesk, það voru hrísgrjón og spínat með, við drukkum úr spariglösunum sem Gía gaf mér þegar hún kom núna í heimsókn, þau eru geðveikt kúl, og tónlistin var jazz útgáfa af Bach. Þetta er diskur sem við eigum og manni líður bara eins og maður sé í París þegar maður hlustar á hann og borðar dýrindis rétt úr petit quelque chose matreiðslubókinni sem er uppáhalds matreiðslubókin hans Óla og ég man ekki hvað heitir.

Um daginn spurði strákur úr hópnum sem ég er að kenna mig hvort ég væri eiginlega alltaf í skólanum. Ég sagði svona "ha, nei nei, ekkert alltaf" En núna þegar ég er aðeins búin að spá í það, þá er ég alltaf í skólanum. T.d. bæði á föstudags OG laugardagskvöldi. En á morgun erum við að fara að klifra og á bakarleiðinni ætlum við að kíkja í woodfield og athuga hvort eitthvað af thanksgiving tilboðunum séu ennþá á boðstolnum. Við þurfum líka að fara í IKEA (jei!) og finna borð svo við vitum hvernig SJÓNVARP við getum fengið okkur.

Við erum að fá sjónvarp! Loksins. Við erum búin að átta okkur á þvi að það er alveg ómögulegt að búa í ameríku og eiga ekki sjónvarp. Maður er bara úti a þekju. Nú er bara að vona að sprellikassinn hafi tilætluð ahrif.

Furðulegt

Í morgun vaknaði ég við kirkjuklukkur. Ég reyndi að heyra ekki í þeim en þegar ég var búin að einbeita mér að því í tuttugu mínútur, þá gafst ég upp og fór á fætur. Kirkjuklukkurnar hringdu í heila 3 tíma! Eða meir því hver veit hvað þær voru búnar að hringja lengi áður en ég vaknaði. Síðan þegar ég var á leiðinni í skólann þá sá ég, mér til mikillar furðu, að kirkjuklukkuhljómarnir komu frá Reynolds Club sem er alls ekki kirkja, heldur félagsheimili nemenda. Allt hið furðulegasta.

Þetta minnti mig aðeins á því þegar við bjuggum í Dubai. Þá vaknaði maður af og til við trúarlega tóna. Í Hyde Park eru eitthvað um 17 kirkjur, þannig að það er svo sem við því að búast að vera vakinn við klukknahljóm endrum og sinnum.

25.11.04

Thanksgiving jei

Í dag er öll þjóðin á öðrum endanum við að elda kalkún eða komast heim til Ohio. En ekki við. Við vöknuðum bara í róleguheitunum um hádegisbilið, hrikalega sæl eftir klifrið í gær og góðu amerísku bíóupplifunina. Sáum SIDEWAYS sem er frábær. Síðan keyptum við inn fyrir hátíðamáltíðina okkar, lasagna. Við ætlum líka að opna eina pínó með því. Nammi namm. Leila vinkona mín er með heilan kassa af mandarínum hérna og þar sem við erum einu manneskjurnar hér, þá erum við að borða hann, alveg aleinar. Alveg himneskt líf.

23.11.04

Hooked

Er það ekki ótrúlegt þegar maður verður ástfanginn af einhverju sem manni leist aldrei vel á?

Ég var að uppgötva geðveikar myntur. Alveg fáránlegt, ég veit. Ég hef aldrei verið mikið fyrir opal eða eitthvað svona nammi sem er varla nammi. En ALTOIDS, breskar piparmyntutöflur eru ómótstæðilegar. Mér er illt í maganum en ég get ekki hætt...

Frábær tónlist á RÁS 2 núna klukkan 2 á íslenskum tíma, he he, þið eruð öll sofandi, heyrið ekki neitt.

Ég er að gera heimadæmi sem ég átti að skila fyrir 5 dögum síðan... Ekki nógu gott.

Það er að koma thanksgiving. Besta hátíðin finnst mér því hún er bara bónus fyrir mig. Enginn kalkúnn ekkert stöffing og enginn ******* cranberry sós úr niðursuðudós. Bara heimadæmi og skólabækur. Jei.

22.11.04

Neyðin kennir naktri konu að spinna

Eða hvetur vísindamenn til að koma með lausnir á vandamálinu. Í journal club í dag var gaur með smá fyrirlestur um það sem hann er búinn að vera að spá í. Í lokin talaði hann um nokkrar hugmyndir um hvernig má leysa vandamál sem steðjar að mannfólkinu þessa dagana. En það er einmitt um hvað er hægt að gera við allt kolefnið í andrúmsloftinu.

Ein "lausn" er að dreifa járni (!) yfir sjóinn til að auka framleiðslu phytoplankton (agnarsmáar "plöntur" í sjónum). Phytoplankton, eins og allar plöntur, nýta nefnilega CO2 til að stækka þannig að CO2 í andrúmsloftinu myndi lækka með aukinni framleiðslu þessarar lífveru.

Hin er að pumpa fljótandi koldíoxíði á hafsbotn. Fljótandi koldíoxíð sem við myndum taka frá orkuverum í stað þess að leyfa því að fara i andrúmsloftið.

Hvorug þessara lausna hljóma sérstaklega fýsilegar. Sérstaklega ekki fyrir líf í sjónum kannski. Áhugavert samt að heyra hvað fólki dettur í hug.

Á svona áhugavert-hvað-fólki-dettur-í-hug-nótum, þá var ég að lesa um það í dagblaðinu að í Rússlandi getur maður skilað ólöglegum hlutum eins og t.d. byssu til lögreglunnar, fengið smá pening fyrir og ekki þurft að fara í fangelsi. Mjög sniðugt prógram. Maður nokkur í smábæ í Rússlandi ætlaði að verða sér útum smá pening og fór með plútóníum sem hann hafði átt í bílskúrnum sínum til lögreglunnar. Það er jú ólöglegt svo hann vildi fá peninginn sem hann átti rétt á ($17.25). En geislavirkt plútoníum er víst of ólöglegt til að reglan eigi við. Gaman þegar það að lesa blöðin eykur stereotýpu-sýn sem maður hefur á fólki frá löndum sem maður þekkir ekki.

Það er frekar fyndið að lesa blöðin hérna í bandaríkjunum, allt tengist einhvernveginn stríði eða sprengjum eða football reyndar. Það er ekki bara CNN sem er með DANGER ALERT á heilanum.

Eða talandi um stereotypur. Ég var að spjalla við félaga minn í dag og þá sagði hann mér að hann hefði alltaf haldið að Íslendingar væru eins í útliti og Svisslendingar! Ha ha, hvernig ætli Svisslendingar séu í útliti? Vita bandaríkjamenn kannski ekki að það er allt of kallt á Íslandi til að vera í leðurstuttbuxum? Vitleysingar!

19.11.04

Nei

Grátt grátt grátt veður í Chicago.
Rigning.
Frekar dapur dagur eitthvað.
Þrenn heimaverkefni að klára yfir helgina.
En,
Bíó í kvöld og afmæli á morgun.

Þetta er ekki ljóð

17.11.04

f**king word

Í hvert sinn sem ég nota þetta %#$*& word, þá hrynur það og ég tapa helmingnum af því sem ég var búin að skrifa. Og í hvert sinn sem það gerist segi ég með sjálfri mér að ég ætla aldrei að nota þetta forrit aftur, en síðan gleymi ég því. Urgh.

Ég fór í starbucks til að stela mjólk áðan og keypti í leiðinni rolo. Það er ekkert annað en það að þetta er skemmt rolo! Hverskonar karma er ég eiginlega með í dag! Eða er þetta kannski life Hálsaskógur. Dísús.

Amazing place

Amazing Grace þátturinn sem tekinn var upp á Íslandi í sumar var sýndur í sjónvarpinu í gær. Ég sá hann nú ekki en hér voru menn undrandi á drykkjuskap landans. Voru alveg hissa á því að fólk væri að sjússa sig í guðsgrænni náttúrunni. Svona er kaninn nú þröngsýnn.

Ég er núna í skólanum fram eftir kvöldi að reyna að klára verkefni sem á að skila á morgun. Það gengur svaka vel og alveg að verða tilbúið en það voru nokkrir hlutir sem ég skildi ekki alveg. Og hvað gera Danir þá? Leggjast í þunglyndi? Nei, skoða skóla bók? Já, en það hjálpaði ekki mikið. Labba fyrir hornið og leita að mönnum sem skilja? Já!

Það er nefnilega svo mikil snilld að vera í svona deild, þar sem öll hæðin er að spá í því sama. Prófessorar, nemendur og rannsóknarmenn. Maður bara röltir eftir ganginum, finnur góðan rannsóknarmann, sýnir honum grafið og problem solved. Ég kíkti á Rodrigo sem er hrikalega indæll strákur og spurði hann hvort hann gæti útskýrt fyrir mér hvað væri að gerast í þessu grafi. Það var ekki nema hvað en hann var að skrifa grein um spurninguna sem ég lagði fyrir hann. Svo hann gat útskýrt fram og til baka allt sem ég vildi vita fyrir mér. Mjög feitt.

16.11.04

Veikindi yfirstaðin að mestu

Ég verð bara að byrja á því að lýsa óánægju minni með þessa flensu. Hún sökkar big time. Við Óli erum samtals búin að vera lasin í rúmar 2 vikur. Mjög súrt. En nú er heilsa svona smám saman að færast yfir okkur. Vonandi.

Það er búið að vera svaka huggulegt hjá okkur undanfarna daga. Reynum að sýna tengdamömmu betri hliðar Chicago. Í gær borðuðum við á Demantinum sem er Eþíópískur veitingastaður. Hrikalega ljúffengt. Í kvöld erum við að fara á sýrlenska tónleika í Rockefeller kirkjunni.

14.11.04

Tengdamamma i ballet

Nú er Gía mamma hans Óla í heimsókn. Hún er að fara á ráðstefnu hérna svo við njótum góðs af því. Í gær borðuðum við morgunmat á The Original Pancake House og síðan fórum við á nýlistasafnið. Ég er svaka ánægð með nýlistasafnið hérna. Þeir eru bara með eina fasta sýningu en allt annað breytist á nokkurra mánuða fresti, svo það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Um kvöldið fórum við á ballet sýningu og sáum Bolshoi ballettinn sýna Ramanda. En Bolshio ballettinn kemur frá moskvu og er víst með tilkomumestu ballettum. Hann var líka mjög tilkomumikill og svaka gaman að sjá ballett, það hafði ég aldrei gert áður.

Ég smitaðist náttúrulega af þessari flensu sem Óli var með svo ég ætla að fara heim að leggja mig. Good night.

9.11.04

Brjalað að gera og eiginmaðurinn lasinn

Núna man ég af hverju ég hugsaði "vá hvað ég ætla EKKI í framhaldsnám" þegar Óli var á sínu fyrsta ári. Úff, þetta er nú bara crazy. Verkefni og verkefni, greinar, lesa, segja, hittast, ræða, skilja, spyrja, skrifa, fara yfir um. Og Óli er lasinn, með hita og segir "viltu vera hjá mér?"

Hann skrúfar ofnanna í botn, liggur undir sæng með teppi líka og er eins og lítill kettlingur. Svaka ánægður með að fá gufusoðið grænmeti í kvöldmat og stynur af og til upp "ó hvað þú er góð" og "elsku Tinna, oohh". Alveg draumaeiginmaður. Ég sagði krökkunum að ég hefði sagt við hann að ég vildi óska að hann væri oftar lasinn, þau náðu sér varla þau urðu svo hneyksluð á mér. Föttuðu ekki að þetta var bara djók. Djók þýði ekki það sama og "joke" hérna. Maður getur ekki sagt eitthvað "ljótt" og sagt síðan "djók!" og þá er allt í lagi. Nibbs. Fólk alveg hlær, en síðan hugsar það "oh my god, hún er brjáluð þessi kona".

Ég er líka að venjast því að vera kölluð kona. Woman eða lady. Það er bara skilgreining á stelpu sem er ekki svaka spennt fyrir því að "get silly" friday night. Ég er smám saman að ná þessu.

4.11.04

já elskan come to mama

Bara svona smá newsflash um heimadæmin í thermo. Erfiði kúrsinn sem er samt allur að smella saman. Haldiði ekki að ég hafi fengið 50 stig af 50 mögulegum á síðustu heimadæmunum. Reyndar sleppti ég einum lið sem ég skildi ekkert í. En á móti fékk ég aukastig fyrir að gera svo flott gröf að kennarinn sýndi öllum í bekknum og var alveg "Ohh, þetta eru svo sexí gröööf"

3.11.04

Eitt skipti fyrir öll

Þá sannaðist bara það að stór hluti þess fólks sem byggir þetta land eru fokking hill billys. Langar ekki til að skrifa svona eftir-kosninga-blogg þar sem ég er alveg brjáluð. Tek lífinu bara með ró eins og vanalega. Er líka að vesenast með að leysa svaka flókið dæmi með Newtons aðferð, svo ég hef ekki tíma til að vera snar.

Take it easy babies og munið, ef þið skiljið allt sem þið eruð að gera, þá eruð þið ekki að læra neitt.

2.11.04

Kosningar II

Þvílík spenna þvílík stemmning! Við Óli borðuðum kvöldmat (afganga!) á Uncle Joes sem er svona pool sjoppa sem nemedur reka með góðum menntaskólafíling. Þar var CNN skrúfað í botn og svaka stemmning, menn klappandi fyrir Kerry og svona. Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum kosningum. Þetta á eftir að reddast.

Einn strákur í skólanum fattaði það að hann hafði ekki hugsað ferlið til fulls. Svaka panik og niðurstaðan var sú að hann fékk strák til að kenna fyrir sig, fékk lánaðan bíl hjá öðrum og einhvern annan til að sækja krakkann hjá dagmömmunni. Síðan brunaði hann í suburbin. Frekar fyndið en ég held að ef bandaríkjamenn myndu hafa kosningadaginn á laugardegi, þá myndi fólk frekar kjósa. Eða eitthvað, kannski ekki? Jonny sagðis hafa verið frekar súr yfir að hafa ekki fengið límmiða þegar hann kaus núna í fyrsta skipti í Illinois. En hann er frá Kaliforníu og þar fá allir sem kjósa límmiða sem á stendur "I voted" og það sé aðal ástæðan fyrir þvi að flestir kjósa, það er svo flott að ganga um með límmiða á skyrtunni.

Þetta voru fréttir dagsins frá Chicago. Gott kvöld.

Kosningar

Þá er upprunninn þessi dagur sem allt hefur verið á öðrum endanum yfir undanfarna mánuði hérna megin við hafið. Kosningadagur er alltaf fyrsti þriðjudagur á eftir fyrsta mánudegi í nóvember. Það stendur í stjórnarskránni skilst mér. Það er alveg ótrúlegt hve erfitt það er annars að kjósa í þessu landi. Maður þarf að tilkynna það að maður ætli að kjósa með margra vikna fyrirvara. Síðan þarf maður að kjósa. Ætti ekki að vera svo erfitt en fyrir einn félaga minn þá þurfti hann að vakna um klukkan fimm, keyra lengst upp í suburbs og byrja að standa í biðröð klukkan sex, kjósa síðan loks og keyra aftur inn í borgina til að geta mætt í tíma klukkan níu, frekar úfinn og rauðeygður. Þannig að það er kannski skiljanlegt að fólk nennir ekki að standa í þessu veseni.

En ég held samt að þáttaka verði betri núna en síðast. Ég bara trúi ekki öðru. Eftir Moore og allar þessar myndir. En úrslit eru komin úr einu héraði, einhverstaðar á nýfundalandi eða einhverstaðar. 16 atkvæði fyrir Bush, 14 fyrir Kerry og eitt ógilt. Maðurinn minn myndi segja að það sé ekki hægt að túlka þessar niðurstöður mjög mikið. Ég bara vona það.

1.11.04

Eldgos!

En hvað það er spennandi að það sé komið elsgos á ný. Og að hlaup hafi komið því af stað. Það er frekar erfitt að reyna að sjá það fyrir sér.

Annars er ekkert að gerast í Chicago. Rigning heimadæmi og miðsvetrar próf, oj.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?