25.11.04

Thanksgiving jei

Í dag er öll þjóðin á öðrum endanum við að elda kalkún eða komast heim til Ohio. En ekki við. Við vöknuðum bara í róleguheitunum um hádegisbilið, hrikalega sæl eftir klifrið í gær og góðu amerísku bíóupplifunina. Sáum SIDEWAYS sem er frábær. Síðan keyptum við inn fyrir hátíðamáltíðina okkar, lasagna. Við ætlum líka að opna eina pínó með því. Nammi namm. Leila vinkona mín er með heilan kassa af mandarínum hérna og þar sem við erum einu manneskjurnar hér, þá erum við að borða hann, alveg aleinar. Alveg himneskt líf.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?