29.11.04

Airwaves koma til Chicago

Því verður ekki með orðum líst hve ég ELSKA rás 2 mikið. Og Bang Gang. Andrea er einmitt að spila föstudagskvöldið 22 okt á rás 2 núna.

Klifrið var gott í gær. Við byrjuðum á einni 10, síðan tókum við nokkrar níur og enduðum á því að reyna við "Ethan cries wolf" sem var 5.11 og svaka erfið. Við urðum bæði að lúta í minnihluta við hana. Ethan er félagi okkar og svaka góður að klifra.

Eftir klifrið fórum við í IKEA og keyptum sjónvarpsborð. Það er reyndar of lítið, Óli komst að því áðan. En við komumst reyndar ekki að því að kaupa sjónvarpið því allar búðir voru lokaðar þegar við vorum loksins búin með sænsku kjötbollurnar og að skoða hvern einasta hlut í IKEA. Erum líka að hugsa um að panta bara sjónvarpið á Amazon því þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að það komist ekki í bílinn. Bíllinn er frekar lítill.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?