22.11.04

Neyðin kennir naktri konu að spinna

Eða hvetur vísindamenn til að koma með lausnir á vandamálinu. Í journal club í dag var gaur með smá fyrirlestur um það sem hann er búinn að vera að spá í. Í lokin talaði hann um nokkrar hugmyndir um hvernig má leysa vandamál sem steðjar að mannfólkinu þessa dagana. En það er einmitt um hvað er hægt að gera við allt kolefnið í andrúmsloftinu.

Ein "lausn" er að dreifa járni (!) yfir sjóinn til að auka framleiðslu phytoplankton (agnarsmáar "plöntur" í sjónum). Phytoplankton, eins og allar plöntur, nýta nefnilega CO2 til að stækka þannig að CO2 í andrúmsloftinu myndi lækka með aukinni framleiðslu þessarar lífveru.

Hin er að pumpa fljótandi koldíoxíði á hafsbotn. Fljótandi koldíoxíð sem við myndum taka frá orkuverum í stað þess að leyfa því að fara i andrúmsloftið.

Hvorug þessara lausna hljóma sérstaklega fýsilegar. Sérstaklega ekki fyrir líf í sjónum kannski. Áhugavert samt að heyra hvað fólki dettur í hug.

Á svona áhugavert-hvað-fólki-dettur-í-hug-nótum, þá var ég að lesa um það í dagblaðinu að í Rússlandi getur maður skilað ólöglegum hlutum eins og t.d. byssu til lögreglunnar, fengið smá pening fyrir og ekki þurft að fara í fangelsi. Mjög sniðugt prógram. Maður nokkur í smábæ í Rússlandi ætlaði að verða sér útum smá pening og fór með plútóníum sem hann hafði átt í bílskúrnum sínum til lögreglunnar. Það er jú ólöglegt svo hann vildi fá peninginn sem hann átti rétt á ($17.25). En geislavirkt plútoníum er víst of ólöglegt til að reglan eigi við. Gaman þegar það að lesa blöðin eykur stereotýpu-sýn sem maður hefur á fólki frá löndum sem maður þekkir ekki.

Það er frekar fyndið að lesa blöðin hérna í bandaríkjunum, allt tengist einhvernveginn stríði eða sprengjum eða football reyndar. Það er ekki bara CNN sem er með DANGER ALERT á heilanum.

Eða talandi um stereotypur. Ég var að spjalla við félaga minn í dag og þá sagði hann mér að hann hefði alltaf haldið að Íslendingar væru eins í útliti og Svisslendingar! Ha ha, hvernig ætli Svisslendingar séu í útliti? Vita bandaríkjamenn kannski ekki að það er allt of kallt á Íslandi til að vera í leðurstuttbuxum? Vitleysingar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?