14.11.04
Tengdamamma i ballet
Nú er Gía mamma hans Óla í heimsókn. Hún er að fara á ráðstefnu hérna svo við njótum góðs af því. Í gær borðuðum við morgunmat á The Original Pancake House og síðan fórum við á nýlistasafnið. Ég er svaka ánægð með nýlistasafnið hérna. Þeir eru bara með eina fasta sýningu en allt annað breytist á nokkurra mánuða fresti, svo það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Um kvöldið fórum við á ballet sýningu og sáum Bolshoi ballettinn sýna Ramanda. En Bolshio ballettinn kemur frá moskvu og er víst með tilkomumestu ballettum. Hann var líka mjög tilkomumikill og svaka gaman að sjá ballett, það hafði ég aldrei gert áður.
Ég smitaðist náttúrulega af þessari flensu sem Óli var með svo ég ætla að fara heim að leggja mig. Good night.
Ég smitaðist náttúrulega af þessari flensu sem Óli var með svo ég ætla að fara heim að leggja mig. Good night.