27.11.04

Furðulegt

Í morgun vaknaði ég við kirkjuklukkur. Ég reyndi að heyra ekki í þeim en þegar ég var búin að einbeita mér að því í tuttugu mínútur, þá gafst ég upp og fór á fætur. Kirkjuklukkurnar hringdu í heila 3 tíma! Eða meir því hver veit hvað þær voru búnar að hringja lengi áður en ég vaknaði. Síðan þegar ég var á leiðinni í skólann þá sá ég, mér til mikillar furðu, að kirkjuklukkuhljómarnir komu frá Reynolds Club sem er alls ekki kirkja, heldur félagsheimili nemenda. Allt hið furðulegasta.

Þetta minnti mig aðeins á því þegar við bjuggum í Dubai. Þá vaknaði maður af og til við trúarlega tóna. Í Hyde Park eru eitthvað um 17 kirkjur, þannig að það er svo sem við því að búast að vera vakinn við klukknahljóm endrum og sinnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?