17.11.04

Amazing place

Amazing Grace þátturinn sem tekinn var upp á Íslandi í sumar var sýndur í sjónvarpinu í gær. Ég sá hann nú ekki en hér voru menn undrandi á drykkjuskap landans. Voru alveg hissa á því að fólk væri að sjússa sig í guðsgrænni náttúrunni. Svona er kaninn nú þröngsýnn.

Ég er núna í skólanum fram eftir kvöldi að reyna að klára verkefni sem á að skila á morgun. Það gengur svaka vel og alveg að verða tilbúið en það voru nokkrir hlutir sem ég skildi ekki alveg. Og hvað gera Danir þá? Leggjast í þunglyndi? Nei, skoða skóla bók? Já, en það hjálpaði ekki mikið. Labba fyrir hornið og leita að mönnum sem skilja? Já!

Það er nefnilega svo mikil snilld að vera í svona deild, þar sem öll hæðin er að spá í því sama. Prófessorar, nemendur og rannsóknarmenn. Maður bara röltir eftir ganginum, finnur góðan rannsóknarmann, sýnir honum grafið og problem solved. Ég kíkti á Rodrigo sem er hrikalega indæll strákur og spurði hann hvort hann gæti útskýrt fyrir mér hvað væri að gerast í þessu grafi. Það var ekki nema hvað en hann var að skrifa grein um spurninguna sem ég lagði fyrir hann. Svo hann gat útskýrt fram og til baka allt sem ég vildi vita fyrir mér. Mjög feitt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?