27.11.04

Yndislegt

Maðurinn minn eldaði kvöldmat í kvöld. 10 stig fyrir þann sem getur upp á hverju hann eldaði. Máltíðin var alveg himnesk, það voru hrísgrjón og spínat með, við drukkum úr spariglösunum sem Gía gaf mér þegar hún kom núna í heimsókn, þau eru geðveikt kúl, og tónlistin var jazz útgáfa af Bach. Þetta er diskur sem við eigum og manni líður bara eins og maður sé í París þegar maður hlustar á hann og borðar dýrindis rétt úr petit quelque chose matreiðslubókinni sem er uppáhalds matreiðslubókin hans Óla og ég man ekki hvað heitir.

Um daginn spurði strákur úr hópnum sem ég er að kenna mig hvort ég væri eiginlega alltaf í skólanum. Ég sagði svona "ha, nei nei, ekkert alltaf" En núna þegar ég er aðeins búin að spá í það, þá er ég alltaf í skólanum. T.d. bæði á föstudags OG laugardagskvöldi. En á morgun erum við að fara að klifra og á bakarleiðinni ætlum við að kíkja í woodfield og athuga hvort eitthvað af thanksgiving tilboðunum séu ennþá á boðstolnum. Við þurfum líka að fara í IKEA (jei!) og finna borð svo við vitum hvernig SJÓNVARP við getum fengið okkur.

Við erum að fá sjónvarp! Loksins. Við erum búin að átta okkur á þvi að það er alveg ómögulegt að búa í ameríku og eiga ekki sjónvarp. Maður er bara úti a þekju. Nú er bara að vona að sprellikassinn hafi tilætluð ahrif.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?