9.11.04

Brjalað að gera og eiginmaðurinn lasinn

Núna man ég af hverju ég hugsaði "vá hvað ég ætla EKKI í framhaldsnám" þegar Óli var á sínu fyrsta ári. Úff, þetta er nú bara crazy. Verkefni og verkefni, greinar, lesa, segja, hittast, ræða, skilja, spyrja, skrifa, fara yfir um. Og Óli er lasinn, með hita og segir "viltu vera hjá mér?"

Hann skrúfar ofnanna í botn, liggur undir sæng með teppi líka og er eins og lítill kettlingur. Svaka ánægður með að fá gufusoðið grænmeti í kvöldmat og stynur af og til upp "ó hvað þú er góð" og "elsku Tinna, oohh". Alveg draumaeiginmaður. Ég sagði krökkunum að ég hefði sagt við hann að ég vildi óska að hann væri oftar lasinn, þau náðu sér varla þau urðu svo hneyksluð á mér. Föttuðu ekki að þetta var bara djók. Djók þýði ekki það sama og "joke" hérna. Maður getur ekki sagt eitthvað "ljótt" og sagt síðan "djók!" og þá er allt í lagi. Nibbs. Fólk alveg hlær, en síðan hugsar það "oh my god, hún er brjáluð þessi kona".

Ég er líka að venjast því að vera kölluð kona. Woman eða lady. Það er bara skilgreining á stelpu sem er ekki svaka spennt fyrir því að "get silly" friday night. Ég er smám saman að ná þessu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?