23.2.05

Tyrknestk kvöld

Ég á vinkonu sem er tyrknesk. Hún er alltaf að fara á einhverja menningarviðburði og í dag bauð hún mér að fara með sér á opnun sýningar í Oriental Institude um Tyrkland. Það var svona kokteilboð í tilefni þess að þessi sýning var tilbúin og ég held að tyrkneskur matur sé mesti lúxusmatur sem til er. Þetta er allt dýrindis ólívu olíur og hnetur og spínat og mesti unaðsdesert, baklava. Það er ekkert sem jafnast á við baklava. Hunang og hnetur sem bráðna í munninum.

Sýningin er áhugaverð. Fullt af aldagömlum hlutum frá Tyrklandi. Meðal annars 5000 ára gamlar fígúrur úr bronsi og súlur úr höllum. Það ótrúlegasta var samt að safnið fékk konu, sem er fornleifafræðingur sérhæfð í Tyrkneskum fræðum, til að fara í gegnum kjallarann í safninu og finna hluti sem hún vildi setja á sýninguna. Það vissi enginn hvað var í kjallaranum og enginn hafði skoðað þessa Tyrknesku hluti í áratugi.

21.2.05

Brudkaupssturta

Fyrsta sturtan sem eg fer i. Svo spennandi! Ein vinkona min ur deildinni er ad fara ad gifta sig i sumar. Hefd er fyrir thvi herna vestan hafs ad halda sturtu (shower!) fyrir brudina og sturta yfir hana gjofum. Hun tharf ad fara mjog varlega vid ad opna gjafirnar thvi thad fer eftir thvi hve margar slaufur hun slitur, hve morg born hun mun bera. Sidan hropa piurnar og stappa nidur fotunum i hvert skipti sem slaufa slitnar, og thetta er alveg eins og i biomyndunum.

En thessi stelpa, Sam, aetlar ad halda svona gamaldags sturtu med fjolskyldunni, en med vinunum, tha verdur ohefdbundin sturta, mokum er einnig bodid og meira modern snid a ollu programminu. Eg er ordin svaka spennt fyrir thessu, konan sem heldur sturtuna fyrir hana er med industrial eldhus! Hun eldar svo mikid.

Thad verdur lika batchelor/ette parti. Thau aetla ad hafa thad saman og fara med alla vini sina til Las Vegas a stripiklubba. Sam er eitthvad ahyggjufull yfir thessu og akvad thvi ad lata guttann ekki ur augnsyn. Sidan er brudkaupid i sumar og brudkaupsferd til Bahamas. Svo thetta er alvoru brudkaup.

19.2.05

Diarios de motocicleta

Heitir mynd sem við vorum rétt í þessu að koma af. Hún segir frá ferðalagi Ernesto og félaga um Suður Ameríku og hvernig sú reynsla hafði djúpstæð áhrif á hann. Yndisleg mynd. Ég mæli með henni mjög mikið.

Það er ekki úr vegi að njóta tækifærisins og óska frænku minni Önnu til hamingju með útskrift úr Spænskudeild háskóla Íslands núna eftir eina viku. En hennar lokaritgerð fjallaði einmitt um þennan mann sem sumir segja að komi næst á eftir Jesú í manngæsku.

18.2.05

Læknuð!

Já, ég bara læknaði mig með gömlum húsráðum og hugsanlega almennri skynsemi. Góðan skamt af lýsi, slatta af járni, C vítamín, sólhatti og multivítamín, skolað niður með heitu tei, kjarngóðri súpu og nokkrum banönum. Þetta gerði gæfumuninn, mig svimar ekki lengur og er hitalaus. Niðurstaða: vannæring. Eða kannski meira vítamín og steinefna skortur. Er það ekki það sama.

Ritgerðin komin á blússandi siglingu. Ég er núna að skrifa um eiginleika metans, hversu stórt hlutverk það spilar í gróðurhússáhrifunum og hver þau hlutverk eru. Metan er nefnilega bæði með aðalhlutverk og síðan nokkur aukahlutverk. Mjög áhugavert í ljósi þess að í jörðinni, nálægt yfirborðinu, eru trilljónir kílóa af metani að bíða eftir því að sjórinn verði nógu heitur til að það geti losnað og smeygt sér inn lofthjúpinn og gera jörðina okkar að einni Majorku... Eða sjáum til, greinarbetri lýsing kemur að ritgerinni tilbúnni.

16.2.05

Gúmmisen

Ég var að setja inn nýjann link hérna á vinstri hlið síðunnar. Það er linkur á heimasíðu frænda míns hans Guðmundar sem er sætasti mússívússíknúsimús strákur í öllum heiminum. Útlendingar segja að hann sé "my nephew one up" eða eitthvað þannig. En mamma hans er Dútta frænka mín og þau búa í Noregi.

Tinna lasin

Það góða við að vera lasin er að ef maður er ekki of lasinn getur maður legið í rúminu og lesið blöðin og tímaritin sem maður fær en hefur sjaldan tíma til að lesa.

Í dag gekk Kyoto samningurinn í hönd og það er smá umræða hér í Bandaríkjunum um það hvers vegna þau eru ekki þátttakendur. Nokkrir þingmenn, bæði demókratar og repúblikanar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að koma því í geng eða aðallega að koma í gegn svipuðum reglum sem verksmiðjur og orkuver þurfa að hlýta. Joe nokkur Lieberman er þar í forustu. Ég sá hann í fréttunum í morgun og hann virkar frekar kúl og almennilegur... eitthvað sem maður býst kannski ekki við af þingmanni.

Síðan var ég að lesa um það hvernig þetta virkar með CO2 kvóta kerfið í Evrópu. Fyrirtæki fá úthlutaðan kvóta. Sem er vanalega lægri en núverandi útblástur þeirra. Ef þau sjá síðan að þau þurfa stærri kvóta þá geta þau keypt af fyrirtæki sem þarf ekki á öllum sínum kvóta að halda. Önnur leið til að ná sér í kvóta er að styrkja framfarir á umhverfisvænu atferli í þróunarríkjum eða taka þátt í landræktar verkefni. Þetta minnir mig nú bara á eitthvað spil sem ég spilaði þegar ég var krakki. En mér finnst þetta sniðugt kerfi. Þetta er líka það sem ég er búin að vera að hugsa um, að hgfræðingar og umhverfisfræðingar þurfa að vinna saman til að dæmið gangi upp.

13.2.05

Ég stend á blístri

Þessi helgi er búin að vera mesta át helgi ever. Fórum í mat á föstudaginn til briddsfélaga Helen. Hún sagðist alltaf vera taugaveikluð yfir því að gestirnir hennar yrðu ekki saddir og það voru sko orð að sönnu. Hún hætti ekki að bera fram rétti fyrr en fólk var farið að stynja og kveinka sér.

Í gær komu Sara og Young Jin í mat og spilaveislu til okkar. Þau eru að reyna að vera grænmetisætur svo ég eldaði ribollita sem er hrikalega góður vegan réttur. Sjá Toscana kaflann í bókinni um ólívuolíuna. Við Óli elduðum líka geðveikt mikið rattatúí sem endist vonandi út vikuna og þau virtust vera ánægð. Enda var þetta náttúrulega mjög ljúffengt og ég er einmitt að gæða mér á afgöngunum núna meðan ég skrifa þessar línur. Í eftirmat voru ostar og með öllum þessum ljúffenga mat drukkum við franskt, chileanskt og kalifornískt rauðvín og Óli bauð upp á Mombazziac í desert. Hriklega góð veisla. Ekki síður ánægjuleg voru spilin sem við spiluðum en þar á meðal var náttúrulega settlers.

Þannig að ég er södd og sæl eftir þessa helgi. Nú er bara að koma sér að verki að skrifa ritgerð...

11.2.05

Halló!!

Helgi enn á ný. Ég hef aldrei vitað neinn tíma sem flýgur jafn hratt og þessi tími hérna í Chicago. Það er helgi, síðan er smá síðan er helgi aftur. Í kvöld er bridds og á morgun settlers síðan klifur og þá er náttúrulega kominn mánudagur aftur. Dísús.

Vinkona mín var rétt í þessu að fara. Hún kom inn til mín til að segja mér að hún væri orðin frænka (aunt) og hún var svo hamingjusöm að hún gat ekki talað skýrt. Hvenær ætli ég verði aunt? Vonandi nokkuð í það.

Í gær kom leikhópur í skólann og var með sýningu fyrir nemendurna. Við Óli fórum náttúrulega. Þetta var Second City sem er aðal grín leikhúsið í Chicago. Margir leikarar tekið sín fyrstu spor þar eins og t.d. Mike Myers. Það var þarna leikkona sem ég sá í svona amateur leikhúsi með Jens og Lindu fyrir rúmum 2 árum. Ég mundi bara strax eftir henni um leið og hún steig á sviðið. Ætli ég sjái hana ekki næst bara í einhverri hot shot Hollywood mynd!

Gleðilega helgi!

8.2.05

Midsvetrarprof - ughh

Thetta er bara eins og ad vera komin aftur i grunnskola eda eitthvad! Ekkert sma omurlegt ad vera i midsvetrarprofum. :-P Var i einu i dag og annad a morgun. Thannig ad eg er a bokasafninu ad lesa. Ojj. Og thad er einhver herna ekki svo langt fra sem hostar og raeskir sig eins og eg veit ekki hvad a 3 min fresti. Hljomar eins og hann/hun se med kighosta og aetti ad leggja sig.

Eg aetladi bara ad taka 5 min i ad skrifa thessa ergelsisfaerslu og fara sidan aftur ad bordinu minu. Aetli eg verdi tha ekki ad gera thad.

5.2.05

Sushi blót

Það lítur út fyrir að þessi helgi verði jafn ljómandi góð og helgin þar á undan. Rétt í þessu vorum við að koma úr því besta þorrablóti sem ég hef nokkurn tíman farið á. Aðalástæða þess hlýtur að vera veigavalið. Mjög þjóðlegur matur, bara ekki íslenskur. Hrikalega gott. Takk Arnar og Sóla fyrir boðið. Og plöntuna!

Í gær spiluðum við bridds með Elliot og Helen. Sem betur fer unnum við en það var naumlega. Á fimmtudagskvöldið spiluðum við settlers með Angie og Justin, fimmtudagskvöld er nú eiginlega helgi. Það var frábært, þau eru jú kúlasta fólkið sem við þekkjum. Sorrý beibi. Og á morgun erum við að fara að klifra og í kvöldmat fáum við sænskar kjötbollur með lingenbærsovs. Ekki slæm helgi. Ég náði meira að segja að komast að því líka að að öllum líkindum er meðal epli í bandaríkjunum með slatta af DCBP skordýraeitri og vissara að þvo það úr volgu vatni með sápu áður en maður setur það inn fyrir sínar varir. Og það er nú aldeilis gott að vita. Þetta á að minnsta kosti við græn epli, að öllum líkindum delesíus epli líka.

Hér er viðtal við vísindamanninn úr seinustu færslu: viðtal

4.2.05

Vísindamaður með lausar skrúfur

Eða það eru skilaboðin sem Jeremy nokkur Jackson haf og vistfræðingur fær frá kollegum sínum þegar hann talar um ástand sjávarlífs á jörðinni í dag. Hann hélt tölu á ráðstefnunni í París núna í síðustu viku um fjölbreytni lífríkis (biodiversity) þar sem hann fjallaði um lífríki sjávar. í dag kom hann síðan í deildina okkar og hélt þessa tölu aftur fyrir okkur. Til að orðlengja það ekki frekar, þá eru niðurstöðurnar hans ógnvekjandi en koma ekki mikið á óvart. Lífríki jarðar hefur smám saman breyst frá því að vera fjölbreytt, í það að vera ófjölbreytt og aðallega slím.

Hvað veldur?
-Ofveiðun á fiskum og stórum dýrum í sjónum.
-Losun skolps í sjóinn. Losun eiturefna í sjóinn.
-Aðferðir veiðimanna við fiskveiðar (Botnvörpur).
-Stefnur ríkisstjórna (styrkir).
-shifting baselines (www.shiftingbaselines.org) Það að "eðlilegt" fyrir okkur breytist með hverri kynslóð. Verra og verra verður eðlilegt með tímanum.

2.2.05

Mjög svekkjandi

Þannig er í pottinn búið að ég er í haffræði húrs. Hann á að fjalla um hafstrauma og allskyns fyrirbæri sem tengjast hafinu. Það er bara gott mál þar sem ég hef mikinn áhuga á höfum og fyrirbærum tengdum þeim. En þetta er í fyrsta skipti á minni háskólagöngu, sem er ekki ýkja stutt, að kvennkynskennari er aðal kennari í kúrs sem ég tek. Þannig að það er frekar svekkjandi að núna þegar ég loksins fæ kvennkynskennara að hún skuli vera næstlélegasti kennari sem ég hef nokkurn tíman haft. Hún leggur engann metnað í kennsluna. Hún sýnir okkur hrikalega lélegar powerpoint glærur, svarar öllum spurningum með "Já, við förum yfir það eftir 2 mínútur" sem gerist síðan aldrei og síðan segir hún að ef við séum í vandræðum með að skilja einhver atriði þá skulum við spyrja Sam, sem er á 3 ári og er aðstoðarkennarinn í þessum kúrs. Hún ber af í lélegheitum. Sem er mjög svekkjandi svona kvennréttindabaráttulega séð. Ég er mjög súr yfir þessu.


1.2.05

Amerísk!

Í dag tók ég þriðja sporið í að verða amerísk. Eða bandarísk. Kannski þetta sé fjórða sporið. Að kalla bandarískt amerískt. Allavegana, þriðja sporið var að segja "veggies" þegar ég meinti "vegetables". Ég var að spjalla við tvær stelpur og þær eru báðar í svaka átaki að reyna að borða ávexti og grænmeti í staðin fyrir kex og snakk. Og síðan sagði ég þetta bara óvart. Fruit and veggies. Úff.

Næsta skref er að segja OJ. Eða "ódsjei". En það þýðir appelsínusafi. Menn eru svolítið mikið í því hérna að stytta sér leið. Bæði í tal og ritmáli. T.d. þá skrifa menn stundum nite og rite og lite í staðin fyrir night og right og light. Ætli það endi ekki með því að ég skrifi eitthvað eins og... hmm, núna þegar ég hugsa út í það þá skrifa unglingar í dag "allt í læ mar" og fleira í þá áttina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?