4.2.05

Vísindamaður með lausar skrúfur

Eða það eru skilaboðin sem Jeremy nokkur Jackson haf og vistfræðingur fær frá kollegum sínum þegar hann talar um ástand sjávarlífs á jörðinni í dag. Hann hélt tölu á ráðstefnunni í París núna í síðustu viku um fjölbreytni lífríkis (biodiversity) þar sem hann fjallaði um lífríki sjávar. í dag kom hann síðan í deildina okkar og hélt þessa tölu aftur fyrir okkur. Til að orðlengja það ekki frekar, þá eru niðurstöðurnar hans ógnvekjandi en koma ekki mikið á óvart. Lífríki jarðar hefur smám saman breyst frá því að vera fjölbreytt, í það að vera ófjölbreytt og aðallega slím.

Hvað veldur?
-Ofveiðun á fiskum og stórum dýrum í sjónum.
-Losun skolps í sjóinn. Losun eiturefna í sjóinn.
-Aðferðir veiðimanna við fiskveiðar (Botnvörpur).
-Stefnur ríkisstjórna (styrkir).
-shifting baselines (www.shiftingbaselines.org) Það að "eðlilegt" fyrir okkur breytist með hverri kynslóð. Verra og verra verður eðlilegt með tímanum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?