21.2.05

Brudkaupssturta

Fyrsta sturtan sem eg fer i. Svo spennandi! Ein vinkona min ur deildinni er ad fara ad gifta sig i sumar. Hefd er fyrir thvi herna vestan hafs ad halda sturtu (shower!) fyrir brudina og sturta yfir hana gjofum. Hun tharf ad fara mjog varlega vid ad opna gjafirnar thvi thad fer eftir thvi hve margar slaufur hun slitur, hve morg born hun mun bera. Sidan hropa piurnar og stappa nidur fotunum i hvert skipti sem slaufa slitnar, og thetta er alveg eins og i biomyndunum.

En thessi stelpa, Sam, aetlar ad halda svona gamaldags sturtu med fjolskyldunni, en med vinunum, tha verdur ohefdbundin sturta, mokum er einnig bodid og meira modern snid a ollu programminu. Eg er ordin svaka spennt fyrir thessu, konan sem heldur sturtuna fyrir hana er med industrial eldhus! Hun eldar svo mikid.

Thad verdur lika batchelor/ette parti. Thau aetla ad hafa thad saman og fara med alla vini sina til Las Vegas a stripiklubba. Sam er eitthvad ahyggjufull yfir thessu og akvad thvi ad lata guttann ekki ur augnsyn. Sidan er brudkaupid i sumar og brudkaupsferd til Bahamas. Svo thetta er alvoru brudkaup.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?