1.2.05
Amerísk!
Í dag tók ég þriðja sporið í að verða amerísk. Eða bandarísk. Kannski þetta sé fjórða sporið. Að kalla bandarískt amerískt. Allavegana, þriðja sporið var að segja "veggies" þegar ég meinti "vegetables". Ég var að spjalla við tvær stelpur og þær eru báðar í svaka átaki að reyna að borða ávexti og grænmeti í staðin fyrir kex og snakk. Og síðan sagði ég þetta bara óvart. Fruit and veggies. Úff.
Næsta skref er að segja OJ. Eða "ódsjei". En það þýðir appelsínusafi. Menn eru svolítið mikið í því hérna að stytta sér leið. Bæði í tal og ritmáli. T.d. þá skrifa menn stundum nite og rite og lite í staðin fyrir night og right og light. Ætli það endi ekki með því að ég skrifi eitthvað eins og... hmm, núna þegar ég hugsa út í það þá skrifa unglingar í dag "allt í læ mar" og fleira í þá áttina.
Næsta skref er að segja OJ. Eða "ódsjei". En það þýðir appelsínusafi. Menn eru svolítið mikið í því hérna að stytta sér leið. Bæði í tal og ritmáli. T.d. þá skrifa menn stundum nite og rite og lite í staðin fyrir night og right og light. Ætli það endi ekki með því að ég skrifi eitthvað eins og... hmm, núna þegar ég hugsa út í það þá skrifa unglingar í dag "allt í læ mar" og fleira í þá áttina.