18.2.05

Læknuð!

Já, ég bara læknaði mig með gömlum húsráðum og hugsanlega almennri skynsemi. Góðan skamt af lýsi, slatta af járni, C vítamín, sólhatti og multivítamín, skolað niður með heitu tei, kjarngóðri súpu og nokkrum banönum. Þetta gerði gæfumuninn, mig svimar ekki lengur og er hitalaus. Niðurstaða: vannæring. Eða kannski meira vítamín og steinefna skortur. Er það ekki það sama.

Ritgerðin komin á blússandi siglingu. Ég er núna að skrifa um eiginleika metans, hversu stórt hlutverk það spilar í gróðurhússáhrifunum og hver þau hlutverk eru. Metan er nefnilega bæði með aðalhlutverk og síðan nokkur aukahlutverk. Mjög áhugavert í ljósi þess að í jörðinni, nálægt yfirborðinu, eru trilljónir kílóa af metani að bíða eftir því að sjórinn verði nógu heitur til að það geti losnað og smeygt sér inn lofthjúpinn og gera jörðina okkar að einni Majorku... Eða sjáum til, greinarbetri lýsing kemur að ritgerinni tilbúnni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?