13.2.05

Ég stend á blístri

Þessi helgi er búin að vera mesta át helgi ever. Fórum í mat á föstudaginn til briddsfélaga Helen. Hún sagðist alltaf vera taugaveikluð yfir því að gestirnir hennar yrðu ekki saddir og það voru sko orð að sönnu. Hún hætti ekki að bera fram rétti fyrr en fólk var farið að stynja og kveinka sér.

Í gær komu Sara og Young Jin í mat og spilaveislu til okkar. Þau eru að reyna að vera grænmetisætur svo ég eldaði ribollita sem er hrikalega góður vegan réttur. Sjá Toscana kaflann í bókinni um ólívuolíuna. Við Óli elduðum líka geðveikt mikið rattatúí sem endist vonandi út vikuna og þau virtust vera ánægð. Enda var þetta náttúrulega mjög ljúffengt og ég er einmitt að gæða mér á afgöngunum núna meðan ég skrifa þessar línur. Í eftirmat voru ostar og með öllum þessum ljúffenga mat drukkum við franskt, chileanskt og kalifornískt rauðvín og Óli bauð upp á Mombazziac í desert. Hriklega góð veisla. Ekki síður ánægjuleg voru spilin sem við spiluðum en þar á meðal var náttúrulega settlers.

Þannig að ég er södd og sæl eftir þessa helgi. Nú er bara að koma sér að verki að skrifa ritgerð...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?