16.2.05

Tinna lasin

Það góða við að vera lasin er að ef maður er ekki of lasinn getur maður legið í rúminu og lesið blöðin og tímaritin sem maður fær en hefur sjaldan tíma til að lesa.

Í dag gekk Kyoto samningurinn í hönd og það er smá umræða hér í Bandaríkjunum um það hvers vegna þau eru ekki þátttakendur. Nokkrir þingmenn, bæði demókratar og repúblikanar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að koma því í geng eða aðallega að koma í gegn svipuðum reglum sem verksmiðjur og orkuver þurfa að hlýta. Joe nokkur Lieberman er þar í forustu. Ég sá hann í fréttunum í morgun og hann virkar frekar kúl og almennilegur... eitthvað sem maður býst kannski ekki við af þingmanni.

Síðan var ég að lesa um það hvernig þetta virkar með CO2 kvóta kerfið í Evrópu. Fyrirtæki fá úthlutaðan kvóta. Sem er vanalega lægri en núverandi útblástur þeirra. Ef þau sjá síðan að þau þurfa stærri kvóta þá geta þau keypt af fyrirtæki sem þarf ekki á öllum sínum kvóta að halda. Önnur leið til að ná sér í kvóta er að styrkja framfarir á umhverfisvænu atferli í þróunarríkjum eða taka þátt í landræktar verkefni. Þetta minnir mig nú bara á eitthvað spil sem ég spilaði þegar ég var krakki. En mér finnst þetta sniðugt kerfi. Þetta er líka það sem ég er búin að vera að hugsa um, að hgfræðingar og umhverfisfræðingar þurfa að vinna saman til að dæmið gangi upp.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?