23.2.05

Tyrknestk kvöld

Ég á vinkonu sem er tyrknesk. Hún er alltaf að fara á einhverja menningarviðburði og í dag bauð hún mér að fara með sér á opnun sýningar í Oriental Institude um Tyrkland. Það var svona kokteilboð í tilefni þess að þessi sýning var tilbúin og ég held að tyrkneskur matur sé mesti lúxusmatur sem til er. Þetta er allt dýrindis ólívu olíur og hnetur og spínat og mesti unaðsdesert, baklava. Það er ekkert sem jafnast á við baklava. Hunang og hnetur sem bráðna í munninum.

Sýningin er áhugaverð. Fullt af aldagömlum hlutum frá Tyrklandi. Meðal annars 5000 ára gamlar fígúrur úr bronsi og súlur úr höllum. Það ótrúlegasta var samt að safnið fékk konu, sem er fornleifafræðingur sérhæfð í Tyrkneskum fræðum, til að fara í gegnum kjallarann í safninu og finna hluti sem hún vildi setja á sýninguna. Það vissi enginn hvað var í kjallaranum og enginn hafði skoðað þessa Tyrknesku hluti í áratugi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?