11.2.05

Halló!!

Helgi enn á ný. Ég hef aldrei vitað neinn tíma sem flýgur jafn hratt og þessi tími hérna í Chicago. Það er helgi, síðan er smá síðan er helgi aftur. Í kvöld er bridds og á morgun settlers síðan klifur og þá er náttúrulega kominn mánudagur aftur. Dísús.

Vinkona mín var rétt í þessu að fara. Hún kom inn til mín til að segja mér að hún væri orðin frænka (aunt) og hún var svo hamingjusöm að hún gat ekki talað skýrt. Hvenær ætli ég verði aunt? Vonandi nokkuð í það.

Í gær kom leikhópur í skólann og var með sýningu fyrir nemendurna. Við Óli fórum náttúrulega. Þetta var Second City sem er aðal grín leikhúsið í Chicago. Margir leikarar tekið sín fyrstu spor þar eins og t.d. Mike Myers. Það var þarna leikkona sem ég sá í svona amateur leikhúsi með Jens og Lindu fyrir rúmum 2 árum. Ég mundi bara strax eftir henni um leið og hún steig á sviðið. Ætli ég sjái hana ekki næst bara í einhverri hot shot Hollywood mynd!

Gleðilega helgi!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?