29.2.08
Jess!
Forritið sem ég er búin að vera að skrifa virkar. Allavegana nokkurnveginn. Loksins segi ég nú bara. Svaka gott mál. Agnirnar límast saman eins og þær eiga að gera og síðan vita þær líka hvaðan þær koma. Hverjir forfeður þeirra eru, hvað þeir eru gamlir, hverjir þeir voru. Voru þeir forams eða diatom, hversu mikið lífrænt kolefni er eftir. Þetta er mikilvægt því annars eru þær ráðviltar og týndar. Vita ekki hvert þær eiga að fara. Til að vita hvert maður (ögn) er að fara þarf maður (ögn) að vita hvaðan hann (hún) kom. Það er bara svo einfalt.
Tinnuborg vegnar ágætlega. Þótt byggð hafi verið korngeymsla ríkir ávallt óvissa um matarforða. Því er nú átak í að koma kornökrunum í betra stand. Ég er að hugsa um að dreifa hænsnaskít á þá, reyna að fá jafnvægi í kerfið. Síðan er næsta mál á dagskrá að þjálfa upp nokkra stæðilega drengi í að setja gildrur um þorpið ef ske kynni að nágrannarnir halda að korn sé í geymslunni. Hún er nánast tóm en setur svo góðan svip á bæinn að mér þætti afleitt ef þorparar úr næstu sveitum myndu brenna hana í bræði sínu þegar þeir kæmust að því að hún er tóm.
Tinnuborg vegnar ágætlega. Þótt byggð hafi verið korngeymsla ríkir ávallt óvissa um matarforða. Því er nú átak í að koma kornökrunum í betra stand. Ég er að hugsa um að dreifa hænsnaskít á þá, reyna að fá jafnvægi í kerfið. Síðan er næsta mál á dagskrá að þjálfa upp nokkra stæðilega drengi í að setja gildrur um þorpið ef ske kynni að nágrannarnir halda að korn sé í geymslunni. Hún er nánast tóm en setur svo góðan svip á bæinn að mér þætti afleitt ef þorparar úr næstu sveitum myndu brenna hana í bræði sínu þegar þeir kæmust að því að hún er tóm.
25.2.08
Góðir sunnudagar
Hún Sunna mín átti ekkert smá góðan sunnudag, ég má til með að linka á hana ásamt manninn minn sem átti líka mjög góðan sunnudag. Reyndar eyddi hann honum hálfum í eldhúsinu, en það er nú einmitt það sem maður á að gera á sunnudögum.
Laugardagurinn var allsherjar innkaupadagur hjá okkur. Við tókum Young Jin með okkur og fórum í 4 smakkanir, 4 matvörubúðir og ég fór í eina búsáhaldarbúð og keypti þar soufflé-fat. Núna er það er það nýjasta, að gera soufflé. Hvers vegna? Soufflé er mjög glæsilegt, púffast uppúr fatinu, gyllt og tignarlegt. Síðan er það með silkimjúkri áferð, svolítið hlédrægt bragð en djúpt og unaðslegt. Og miðað við hvað það er flott er ekkert mál að gera souffle. Bara sjóða mjólk með vel völdum jurtum, hella henni útí smjörbollu, hræra vel, nokkrar eggjarauður, hræra meira, bæta við ostinum (hugsanlega geita), krydda, varlega hræra þeyttu eggjahvítunum við og setja síðan í fatið sem búið er að smyrja og strá parmesan í botninn. Baka í hálftíma.
Smakkanirnar voru góðar. Ég fór reyndar bara í 2. Fyrst í WDC, þar var ég stjórnandinn í smökkunarkeppni. Óli og YJ áttust við. Spurt er um svæði, þrúgu og ár. Óli gat allar þrúgurnar í hvítu, YJ stóð sig vel í árgerðunum, ég fékk augnagotur frá fólki þegar ég bað um að fá smakk í 3 glös. Seinasta smökkunin var í svona hip and trendy búð í hinu nýuppbyggða south-loop. Þar er bar og maður fær alvöru glös og vín sem við eigum ekki efni á að kaupa. Voða fínt. Við fengum ágætt Mendoza vín.
Laugardagurinn var allsherjar innkaupadagur hjá okkur. Við tókum Young Jin með okkur og fórum í 4 smakkanir, 4 matvörubúðir og ég fór í eina búsáhaldarbúð og keypti þar soufflé-fat. Núna er það er það nýjasta, að gera soufflé. Hvers vegna? Soufflé er mjög glæsilegt, púffast uppúr fatinu, gyllt og tignarlegt. Síðan er það með silkimjúkri áferð, svolítið hlédrægt bragð en djúpt og unaðslegt. Og miðað við hvað það er flott er ekkert mál að gera souffle. Bara sjóða mjólk með vel völdum jurtum, hella henni útí smjörbollu, hræra vel, nokkrar eggjarauður, hræra meira, bæta við ostinum (hugsanlega geita), krydda, varlega hræra þeyttu eggjahvítunum við og setja síðan í fatið sem búið er að smyrja og strá parmesan í botninn. Baka í hálftíma.
Smakkanirnar voru góðar. Ég fór reyndar bara í 2. Fyrst í WDC, þar var ég stjórnandinn í smökkunarkeppni. Óli og YJ áttust við. Spurt er um svæði, þrúgu og ár. Óli gat allar þrúgurnar í hvítu, YJ stóð sig vel í árgerðunum, ég fékk augnagotur frá fólki þegar ég bað um að fá smakk í 3 glös. Seinasta smökkunin var í svona hip and trendy búð í hinu nýuppbyggða south-loop. Þar er bar og maður fær alvöru glös og vín sem við eigum ekki efni á að kaupa. Voða fínt. Við fengum ágætt Mendoza vín.
23.2.08
Kjúklingar, kýr og gras + skordýr
Hérna í norður Ameríku hafa fuglar eins og hænur og kalkúnar vappað um í milljónir ára ásamt kýrdýrum og hafa þessi dýr þróað með sér hagnýtt samband. Það felst í því að kýrdýrin fara á undan og borða grasið og stytta það þar með fyrir hænsnin, en þau eiga í vandræðum með að fóta sig í of háu grasi. Kýrdýrin skilja líka eftir sig skítinn fullan af lirfum sem myndu verða að flugum nema hvað, hænsnin sjá um að borða lirfurnar, próteinríkari en grasið, en sjá einnig þannig um að fækka fjölda skordýra sem myndu annars angra kýrdýrin. Hænsn skíta einstaklega niturríkum skít, sérstaklega næringarríkur fyrir gras sem vex enn meir fyrir vikið.
Er þetta ekki glæsilegur hringur? Ég er einmitt að lesa um svona cult-bændur sem reyna að líkja eftir þessum náttúrulega hring. Þeir eru með færanleg hænsnabú og rafmagnsgirðingu fyrir kýrnar svo hver grasbali sé ekki með dýr á beit/kroppi of lengi. Alveg yndislegt að lesa um þetta. Ein aðal söguhetjan fann upp the eggmobile, sem er færanlegt hænsnabú fyrir varphænur, gamall hey-pallur sem auðvelt er að færa um landið með smá tröppum fyrir gaggandi kátu hænurnar til að komast niður, í skítinn sem þær byrja strax að tæta í sundur leitandi að pöddum og lirfum. Aukaverkanir: þarf aldrei að aflýsa eða aforma kýrnar á bænum. Hænurnar eru the sanitation company, aukaverkanirnar: svaka góð egg sem seljast á premium. Ég er ekkert smá hrifin af þessu fyrirkomulagi.
Er þetta ekki glæsilegur hringur? Ég er einmitt að lesa um svona cult-bændur sem reyna að líkja eftir þessum náttúrulega hring. Þeir eru með færanleg hænsnabú og rafmagnsgirðingu fyrir kýrnar svo hver grasbali sé ekki með dýr á beit/kroppi of lengi. Alveg yndislegt að lesa um þetta. Ein aðal söguhetjan fann upp the eggmobile, sem er færanlegt hænsnabú fyrir varphænur, gamall hey-pallur sem auðvelt er að færa um landið með smá tröppum fyrir gaggandi kátu hænurnar til að komast niður, í skítinn sem þær byrja strax að tæta í sundur leitandi að pöddum og lirfum. Aukaverkanir: þarf aldrei að aflýsa eða aforma kýrnar á bænum. Hænurnar eru the sanitation company, aukaverkanirnar: svaka góð egg sem seljast á premium. Ég er ekkert smá hrifin af þessu fyrirkomulagi.
22.2.08
Carrie Bradshaw tölvan
Hún er sko seig þessi elska. Þeir sem fylgst hafa með frá upphafi muna eftir því þegar Carrie Bradshaw tölvan veiktist, og hresstist en síðan lagðist hún endanlega fyrir og ég neyddist til að sækja nýja.
Jæja, Híró vinur minn er mikill apple aðdáandi. Hann kaupir reglulega nýjar tölvur en hendir aldrei þeim gömlu. Ef þær eru bilaðar gerir hann við þær og því er það að upp um alla veggi eru gamlar tölvur, sú elsta um 20 ára gömul sem allar vinna allan sólarhringinn, reikna og keyra forrit og líkön. Hann var eitthvað búinn að spyrja mig útí Carrie Bradshaw tölvuna. Ég var búin að sætta mig við það að hún væri farin yfir í annan heim en hann var ekki svo viss. Það varð úr að ég pantaði harðan disk (hann kom sólahringi seinna - ólukkuskýjið komið suður til Indiana), Híró skrúfaði hann í, setti inn Leopard, ég fann hálfa snúru hjá tölvugæjunum í næstu byggingu og hinn helminginn hérna í næstu skrifstofu. Og. Hvað haldið þið? Tölvan er eins og ný. Bókstaflega. Voða gaman. Ég ætla með hana heim. Þá verður hvíti unginn hérna á skrifstofunni, Carrie Brasdhaw tölvan heima og ég er með isync leiðbeiningar. Veröldin er að púslast saman á ný. Ég er að jafna mig á svekkelsi undanfarna daga.
Jæja, Híró vinur minn er mikill apple aðdáandi. Hann kaupir reglulega nýjar tölvur en hendir aldrei þeim gömlu. Ef þær eru bilaðar gerir hann við þær og því er það að upp um alla veggi eru gamlar tölvur, sú elsta um 20 ára gömul sem allar vinna allan sólarhringinn, reikna og keyra forrit og líkön. Hann var eitthvað búinn að spyrja mig útí Carrie Bradshaw tölvuna. Ég var búin að sætta mig við það að hún væri farin yfir í annan heim en hann var ekki svo viss. Það varð úr að ég pantaði harðan disk (hann kom sólahringi seinna - ólukkuskýjið komið suður til Indiana), Híró skrúfaði hann í, setti inn Leopard, ég fann hálfa snúru hjá tölvugæjunum í næstu byggingu og hinn helminginn hérna í næstu skrifstofu. Og. Hvað haldið þið? Tölvan er eins og ný. Bókstaflega. Voða gaman. Ég ætla með hana heim. Þá verður hvíti unginn hérna á skrifstofunni, Carrie Brasdhaw tölvan heima og ég er með isync leiðbeiningar. Veröldin er að púslast saman á ný. Ég er að jafna mig á svekkelsi undanfarna daga.
19.2.08
Yfirthyrmandi
Er ekki yfirthyrmandi ad bua a jordunni a thessum timum?
Ef eg vaeri geimvera, theas, byggi a annari planetu, og vissi af jordinni, (mitt kyn vaeri throadri og taeknivaeddari en mannkyn jardar) tha myndi eg hugsa med mer ad eg gaeti alls ekki buid a jordinni. Thad vaeri svo mikid brjalad stress og margar othaegilegar tilhugsanir sem myndu valda mer hugarangri ad eg myndi ekki umbera tilvistina.
Eg er semsagt ad lesa bokina the omnivores dilemma, eda hugsanlega, hugarangur alaetunnar. Eg aetti natturulega ekki ad lesa svona baekur, thad er ekki a thad baetandi, hugarangrid. Betra er sennilega fyrir mig ad spila meira super mario galaxy. En eg er einmitt komin med 18 stjornur. Sem er svolitid mikid. Prinsessan min, Ferskja, sendir mer af og til bref med aukalifum. Thad hjalpar mer a ferdalagi minu ad bjarga heiminum, bjarga stjornunum sem var raent svo thaer geti haldid afram ad lysa upp alheiminn.
Alveg otrulegt hversu margir heimar eru i vandraedum.
Ef eg vaeri geimvera, theas, byggi a annari planetu, og vissi af jordinni, (mitt kyn vaeri throadri og taeknivaeddari en mannkyn jardar) tha myndi eg hugsa med mer ad eg gaeti alls ekki buid a jordinni. Thad vaeri svo mikid brjalad stress og margar othaegilegar tilhugsanir sem myndu valda mer hugarangri ad eg myndi ekki umbera tilvistina.
Eg er semsagt ad lesa bokina the omnivores dilemma, eda hugsanlega, hugarangur alaetunnar. Eg aetti natturulega ekki ad lesa svona baekur, thad er ekki a thad baetandi, hugarangrid. Betra er sennilega fyrir mig ad spila meira super mario galaxy. En eg er einmitt komin med 18 stjornur. Sem er svolitid mikid. Prinsessan min, Ferskja, sendir mer af og til bref med aukalifum. Thad hjalpar mer a ferdalagi minu ad bjarga heiminum, bjarga stjornunum sem var raent svo thaer geti haldid afram ad lysa upp alheiminn.
Alveg otrulegt hversu margir heimar eru i vandraedum.
18.2.08
Ólukku þjónustuský
vofir yfir mér þessa dagana. Tölvan mín er búin að vera í viðgerð í 2 vikur, átti að taka 3-5 daga, síðan 5-7, síðan setti gæinn forgangsmiða á hana en samt gerist ekkert. Ég pantaði afmælisgjöf handa Óla fyrir einum og hálfum mánuði. Eftir endalaust stapp við píuna þá kemur hún loksins í dag. Nema hvað, ekki það sem ég pantaði. Ég er ekkert smá óhamingjusöm yfir þessum vandræðum.
En, annars er allt gott að frétta. Við skrópuðum í skólann á föstudaginn. Fórum á the auto show. Það fannst okkur ekki gaman. Gaman var í vínsmökkuninni sem við röltum í í 10 stiga frosti. Hittum vínbóndann frá Chianti Classico sem skenkti vínin sín. Óli skrifaði reyndar smá færslu um það. Í gær var 10 stiga hiti en í dag er aftur komið í -10. Það er svosem allt í lagi. Maður ætti ekkert að vera að kvarta yfir veðrinu. Vera bara ánægður með að búa ekki í the Icelandic low.
En, annars er allt gott að frétta. Við skrópuðum í skólann á föstudaginn. Fórum á the auto show. Það fannst okkur ekki gaman. Gaman var í vínsmökkuninni sem við röltum í í 10 stiga frosti. Hittum vínbóndann frá Chianti Classico sem skenkti vínin sín. Óli skrifaði reyndar smá færslu um það. Í gær var 10 stiga hiti en í dag er aftur komið í -10. Það er svosem allt í lagi. Maður ætti ekkert að vera að kvarta yfir veðrinu. Vera bara ánægður með að búa ekki í the Icelandic low.
13.2.08
Obama
Eg hugsa ad Obama vinni. Hann er med meira momentum. Meiri skridthunga. Thad er ekkert sma fyndid hvernig stjornmalin virka herna. Theim er meira og minna stjornad af fjolmidlum. Nuna er thad i frettunum ad Obama er a meira skridi, tha er hann natturulega a meira skridi og allir kjosa hann. Thad er fint medan fjolmidlarnir eru a sama mali og madur sjalfur. Thad var ekki eins fint fyrir 8 arum.
Mer list allavegana vel a Obama. Hann virkar mjog almennilegur og jardbundinn. Er med almennilegar skodanir og super raedumadur. Eftir B. junior thyrstir mann i ad heyra godar raedur i sturtunni a morgnanna. Sidan er hann lika svo myndarlegur. Myndi madur kikna i hnjanum hitti madur hann a bensinstodinni? Nei, eg hugsa ad eg myndi hreinlega falla i yfirlid.
Mer list allavegana vel a Obama. Hann virkar mjog almennilegur og jardbundinn. Er med almennilegar skodanir og super raedumadur. Eftir B. junior thyrstir mann i ad heyra godar raedur i sturtunni a morgnanna. Sidan er hann lika svo myndarlegur. Myndi madur kikna i hnjanum hitti madur hann a bensinstodinni? Nei, eg hugsa ad eg myndi hreinlega falla i yfirlid.
10.2.08
kalt
Hérna í Chi eru 17 frostgráður. Í íbúðinni okkar eru 12 gráður í plús. Það er svo kalt að ég sit hérna fyrir framan tölvuna með heitan pizzastein vafinn í pottaleppa í fanginu, ófær um að hugsa upp eina einustu frjóa hugsun, stari á frostrósirnar hylja gluggann.
Peter og pabbi hans, Joel, komu í heimsókn í dag. Það var mjög gaman að fá þá feðga í heimsókn. Peter spurði mig spjörunum úr um málfar, hugtök, málvenju, miðgildi og ég veit ekki hvað og hvað. Stundum stend ég á gati. Peter kann fystu fjögur erindin í Völuspá utanað. Hann dýrkar Völuspá. Við kíktum aðeins á Kjalnesingasögu. Okkur leist nokkuð vel á hana.
Ég lagaði indverska súpu. Það var banani í henni. Ég held að hún hafi verið alveg ágæt. Pínu sterk en maður mátti setja jógúrt útá og við það mildaðist hún svolítið.
Á föstudaginn gerði ég gúllas. Núna er ég mjög hrifin af gúllasi en minningin úr æskunni er ekki með gott gúllas. Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki verið eldað nógu lengi. Maður notar ódýran bita, öxlina helst sem er svolítið seig, því þarf að sjóða það í allavegana 2 tíma. En þá hættir kjötið að vera seigt. Það verður meyrt og dregur í sig brögðin í sósunni sem eru aðallega paprika. En það er ekki gott að vita hvort ég hafi verið matvönd eða gúllasið verið seigt. Í minningunni voru sinar út um allt. Fyrirgefðu mamma.
Michael Pollan bendir á það í nýjustu bók sinni In Defense of Food, að núna í fyrsta sinn í sögunni borðar fólk ekki sama mat og foreldrar þess fæddu það í æsku. Mér finnst þetta merkilegt. Mamma fæddi okkur mat sem hún borðaði ekki endilega í sinni æsku, sjaldan fengum við tildæmis siginn fisk, í staðin fengum við fisk í orly en nú dettur hvorki henni né mér í hug að elda fisk í orly, kjötbollur, steiktan fisk eða soðinn. Ég er ekki búin að lesa þessa bók en mér finnst þetta áhuguverð pæling. Í framhaldinu er náttúrulega vangaveltur um heilsu manna og hvort þetta tengist. Get ekki skrifað meir, verð að fara að borða. Óli er búinn að hita upp gúllasið.
Peter og pabbi hans, Joel, komu í heimsókn í dag. Það var mjög gaman að fá þá feðga í heimsókn. Peter spurði mig spjörunum úr um málfar, hugtök, málvenju, miðgildi og ég veit ekki hvað og hvað. Stundum stend ég á gati. Peter kann fystu fjögur erindin í Völuspá utanað. Hann dýrkar Völuspá. Við kíktum aðeins á Kjalnesingasögu. Okkur leist nokkuð vel á hana.
Ég lagaði indverska súpu. Það var banani í henni. Ég held að hún hafi verið alveg ágæt. Pínu sterk en maður mátti setja jógúrt útá og við það mildaðist hún svolítið.
Á föstudaginn gerði ég gúllas. Núna er ég mjög hrifin af gúllasi en minningin úr æskunni er ekki með gott gúllas. Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki verið eldað nógu lengi. Maður notar ódýran bita, öxlina helst sem er svolítið seig, því þarf að sjóða það í allavegana 2 tíma. En þá hættir kjötið að vera seigt. Það verður meyrt og dregur í sig brögðin í sósunni sem eru aðallega paprika. En það er ekki gott að vita hvort ég hafi verið matvönd eða gúllasið verið seigt. Í minningunni voru sinar út um allt. Fyrirgefðu mamma.
Michael Pollan bendir á það í nýjustu bók sinni In Defense of Food, að núna í fyrsta sinn í sögunni borðar fólk ekki sama mat og foreldrar þess fæddu það í æsku. Mér finnst þetta merkilegt. Mamma fæddi okkur mat sem hún borðaði ekki endilega í sinni æsku, sjaldan fengum við tildæmis siginn fisk, í staðin fengum við fisk í orly en nú dettur hvorki henni né mér í hug að elda fisk í orly, kjötbollur, steiktan fisk eða soðinn. Ég er ekki búin að lesa þessa bók en mér finnst þetta áhuguverð pæling. Í framhaldinu er náttúrulega vangaveltur um heilsu manna og hvort þetta tengist. Get ekki skrifað meir, verð að fara að borða. Óli er búinn að hita upp gúllasið.
7.2.08
Mitt fyrsta baguette!
Já, hér á bæ ríkir mikil hamingja. Ég er búin að læra að gera baguette og Óli er farinn að spila Metaliku með hljómsveit sinni. Það kemur í ljós að ég er ekki alveg með nógu góðar græjur til að geta gert bakaríis-baguette. Ofninn er aðeins of lítill og pizzuspaðinn er of kringlóttur. Baguettes eru náttúrulega blýantslaga meðan pizza er disklaga svo pizzuspaði er því ívið óheppilegur. En, engu að síður. Baguettið heppnaðist. Það er crooked eins og birkigrein, en bragðið er gott, skorpan er hörð, loftbólurnar lögulegar, allt í allt alveg súper. Þó ég segi sjálf frá.
6.2.08
snjóar og snjóar
Það snjóar og snjóar. Super Tuesday gekk ágætlega fyrir sig. Barak er með fleiri fylki, en Hillary er með fleiri menn, stig, delegates.. Það er því alls ekki komið á hreint hvort þeirra verður forseta efnið sem um verður kosið. Hins vegar vann McCain stórsigur í sínum flokki. Þetta er svolítið spennandi. Menn halda að Barak vegni betur gegn honum en Hillary, en síðan er Barak svo ungur að hægt er að sannfæra fólk um að hann sé ekki nógu reyndur. Eitthvað hafa menn ugg á því að Bill ráfi um ganga hvíta hússins án nokkurs viðfangsefnis, telja ungar stúlkur vera í hættu. Þetta finnst mér alveg ótrúlegt, eins og ungar stúlkur ráði því ekki hvað þær gera við sinn frítíma.
5.2.08
Rokk hetjur
Það erum við, tjah allavegana Óli. Þó svo ég sé alveg rokkari inni við beinið þá er ég ekki mjög góð á gítar eða ef því er að skipta nokkru hjóðfæri eða tölvuleik yfirhöfuð. Eftir mikla leit og eftirvæntingu kom wii inn á heimilið mitt og núna kemst ekkert að en gítar-híró. Sem betur fer er engin keppni í gítar-híró, maður er bara með sína sveit og svona. Mín er The Joyous, og hún er alvöru, þarf að nota mest alla peningana sem hún þénar í að borga viðgerðir á hlutum sem við skemmum og himinháa reikninga á barnum.
4.2.08
útlenskar bollur
Amrískar/mexíkóskar bollur eru að sjálfsögðu ekki eins góðar og íslenskar en þær eru samt ljómandi góðar. Tölvan mín er í viðgerð þannig að ég vann bara heima í dag. Það var mjög huggulegt.
Í journal club töluðum við um nýja aðferð við að geyma meira CO2 í sjónum án þess að sýrustig hans lækki. Efnaverkfræðingar fundu þá aðferð og hún hljómar mjög vel. Kannski erum við ekki doomed eftir allt saman.