23.2.08
Kjúklingar, kýr og gras + skordýr
Hérna í norður Ameríku hafa fuglar eins og hænur og kalkúnar vappað um í milljónir ára ásamt kýrdýrum og hafa þessi dýr þróað með sér hagnýtt samband. Það felst í því að kýrdýrin fara á undan og borða grasið og stytta það þar með fyrir hænsnin, en þau eiga í vandræðum með að fóta sig í of háu grasi. Kýrdýrin skilja líka eftir sig skítinn fullan af lirfum sem myndu verða að flugum nema hvað, hænsnin sjá um að borða lirfurnar, próteinríkari en grasið, en sjá einnig þannig um að fækka fjölda skordýra sem myndu annars angra kýrdýrin. Hænsn skíta einstaklega niturríkum skít, sérstaklega næringarríkur fyrir gras sem vex enn meir fyrir vikið.
Er þetta ekki glæsilegur hringur? Ég er einmitt að lesa um svona cult-bændur sem reyna að líkja eftir þessum náttúrulega hring. Þeir eru með færanleg hænsnabú og rafmagnsgirðingu fyrir kýrnar svo hver grasbali sé ekki með dýr á beit/kroppi of lengi. Alveg yndislegt að lesa um þetta. Ein aðal söguhetjan fann upp the eggmobile, sem er færanlegt hænsnabú fyrir varphænur, gamall hey-pallur sem auðvelt er að færa um landið með smá tröppum fyrir gaggandi kátu hænurnar til að komast niður, í skítinn sem þær byrja strax að tæta í sundur leitandi að pöddum og lirfum. Aukaverkanir: þarf aldrei að aflýsa eða aforma kýrnar á bænum. Hænurnar eru the sanitation company, aukaverkanirnar: svaka góð egg sem seljast á premium. Ég er ekkert smá hrifin af þessu fyrirkomulagi.
Er þetta ekki glæsilegur hringur? Ég er einmitt að lesa um svona cult-bændur sem reyna að líkja eftir þessum náttúrulega hring. Þeir eru með færanleg hænsnabú og rafmagnsgirðingu fyrir kýrnar svo hver grasbali sé ekki með dýr á beit/kroppi of lengi. Alveg yndislegt að lesa um þetta. Ein aðal söguhetjan fann upp the eggmobile, sem er færanlegt hænsnabú fyrir varphænur, gamall hey-pallur sem auðvelt er að færa um landið með smá tröppum fyrir gaggandi kátu hænurnar til að komast niður, í skítinn sem þær byrja strax að tæta í sundur leitandi að pöddum og lirfum. Aukaverkanir: þarf aldrei að aflýsa eða aforma kýrnar á bænum. Hænurnar eru the sanitation company, aukaverkanirnar: svaka góð egg sem seljast á premium. Ég er ekkert smá hrifin af þessu fyrirkomulagi.