23.6.05

Hefð fyrir þvi að blogga i apple-buðinni

Þá erum við hjónin stödd í apple-búðinni í annað sinn á þessu ári. Í þetta skiptið er ég hin heppna og er að bíða eftir því að auka minni sé sett inn á nýju tölvuna mína. ibook. Jei!

Kveðjupartíið fyrir Rodrigo, Margréti og Sól var svaka skemmtilegt. Við keyptum flest húsgögnin þeirra og eigum núna svaka hip stofu. Þeim leið því alveg eins og heima hjá sér heima hjá okkur. Og þannig vill maður jú að gestunum sínum líði.

Þessi bæjarferð hefur verið með eindæmum vel heppnuð. Ég á núna í fyrsta skipti háhælaða skó. Þeir eru úr silfri, eða það held ég allavegana. Ég er nefnilega að fara í brúðkaup á laugardaginn og verð í svo glæsilegum kjól að það var ekki annað hægt en að fá háhælaða skó. Óli er líka búinn að óska sér þess síðan við kynntumst.

Þetta blogg er ég núna að skrifa á tölvuna mini mac. Hún er svo lítil að ég gæti sett hana í hliðar-hand-veskið sem ég er með og það er svaka nett. Jæja...

Comments:
Hellú,

Til hamingju með skóna Tinna mín. Alltaf gaman þegar óskir rætast. Ég er alltaf að skoða ferðir á netinu, ætli sé best að fljúga gegnum Boston eða Baltimore?

P.s. Ég myndi æfa mig í að ganga í skónum fyrir brúðkaupið upp á jafnvægið og svona :o)
 
Er þá ekki kominn tími til að kaupa háhælaða skó handa drengnum? ;)
 
Ha ha! Jú við vorum einmitt að tala um það, mér skilst að það sé ekkert mál að fá háhælaða skó í númeri 44.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?