22.2.08

Carrie Bradshaw tölvan

Hún er sko seig þessi elska. Þeir sem fylgst hafa með frá upphafi muna eftir því þegar Carrie Bradshaw tölvan veiktist, og hresstist en síðan lagðist hún endanlega fyrir og ég neyddist til að sækja nýja.

Jæja, Híró vinur minn er mikill apple aðdáandi. Hann kaupir reglulega nýjar tölvur en hendir aldrei þeim gömlu. Ef þær eru bilaðar gerir hann við þær og því er það að upp um alla veggi eru gamlar tölvur, sú elsta um 20 ára gömul sem allar vinna allan sólarhringinn, reikna og keyra forrit og líkön. Hann var eitthvað búinn að spyrja mig útí Carrie Bradshaw tölvuna. Ég var búin að sætta mig við það að hún væri farin yfir í annan heim en hann var ekki svo viss. Það varð úr að ég pantaði harðan disk (hann kom sólahringi seinna - ólukkuskýjið komið suður til Indiana), Híró skrúfaði hann í, setti inn Leopard, ég fann hálfa snúru hjá tölvugæjunum í næstu byggingu og hinn helminginn hérna í næstu skrifstofu. Og. Hvað haldið þið? Tölvan er eins og ný. Bókstaflega. Voða gaman. Ég ætla með hana heim. Þá verður hvíti unginn hérna á skrifstofunni, Carrie Brasdhaw tölvan heima og ég er með isync leiðbeiningar. Veröldin er að púslast saman á ný. Ég er að jafna mig á svekkelsi undanfarna daga.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?