4.2.08
útlenskar bollur

Amrískar/mexíkóskar bollur eru að sjálfsögðu ekki eins góðar og íslenskar en þær eru samt ljómandi góðar. Tölvan mín er í viðgerð þannig að ég vann bara heima í dag. Það var mjög huggulegt.
Í journal club töluðum við um nýja aðferð við að geyma meira CO2 í sjónum án þess að sýrustig hans lækki. Efnaverkfræðingar fundu þá aðferð og hún hljómar mjög vel. Kannski erum við ekki doomed eftir allt saman.