25.2.08

Góðir sunnudagar

Hún Sunna mín átti ekkert smá góðan sunnudag, ég má til með að linka á hana ásamt manninn minn sem átti líka mjög góðan sunnudag. Reyndar eyddi hann honum hálfum í eldhúsinu, en það er nú einmitt það sem maður á að gera á sunnudögum.

Laugardagurinn var allsherjar innkaupadagur hjá okkur. Við tókum Young Jin með okkur og fórum í 4 smakkanir, 4 matvörubúðir og ég fór í eina búsáhaldarbúð og keypti þar soufflé-fat. Núna er það er það nýjasta, að gera soufflé. Hvers vegna? Soufflé er mjög glæsilegt, púffast uppúr fatinu, gyllt og tignarlegt. Síðan er það með silkimjúkri áferð, svolítið hlédrægt bragð en djúpt og unaðslegt. Og miðað við hvað það er flott er ekkert mál að gera souffle. Bara sjóða mjólk með vel völdum jurtum, hella henni útí smjörbollu, hræra vel, nokkrar eggjarauður, hræra meira, bæta við ostinum (hugsanlega geita), krydda, varlega hræra þeyttu eggjahvítunum við og setja síðan í fatið sem búið er að smyrja og strá parmesan í botninn. Baka í hálftíma.

Smakkanirnar voru góðar. Ég fór reyndar bara í 2. Fyrst í WDC, þar var ég stjórnandinn í smökkunarkeppni. Óli og YJ áttust við. Spurt er um svæði, þrúgu og ár. Óli gat allar þrúgurnar í hvítu, YJ stóð sig vel í árgerðunum, ég fékk augnagotur frá fólki þegar ég bað um að fá smakk í 3 glös. Seinasta smökkunin var í svona hip and trendy búð í hinu nýuppbyggða south-loop. Þar er bar og maður fær alvöru glös og vín sem við eigum ekki efni á að kaupa. Voða fínt. Við fengum ágætt Mendoza vín.

Comments:
Hljómar vel :) Kveðjur frá klakanum, Ásta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?