6.2.08

snjóar og snjóar

Það snjóar og snjóar. Super Tuesday gekk ágætlega fyrir sig. Barak er með fleiri fylki, en Hillary er með fleiri menn, stig, delegates.. Það er því alls ekki komið á hreint hvort þeirra verður forseta efnið sem um verður kosið. Hins vegar vann McCain stórsigur í sínum flokki. Þetta er svolítið spennandi. Menn halda að Barak vegni betur gegn honum en Hillary, en síðan er Barak svo ungur að hægt er að sannfæra fólk um að hann sé ekki nógu reyndur. Eitthvað hafa menn ugg á því að Bill ráfi um ganga hvíta hússins án nokkurs viðfangsefnis, telja ungar stúlkur vera í hættu. Þetta finnst mér alveg ótrúlegt, eins og ungar stúlkur ráði því ekki hvað þær gera við sinn frítíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?