18.2.08
Ólukku þjónustuský
vofir yfir mér þessa dagana. Tölvan mín er búin að vera í viðgerð í 2 vikur, átti að taka 3-5 daga, síðan 5-7, síðan setti gæinn forgangsmiða á hana en samt gerist ekkert. Ég pantaði afmælisgjöf handa Óla fyrir einum og hálfum mánuði. Eftir endalaust stapp við píuna þá kemur hún loksins í dag. Nema hvað, ekki það sem ég pantaði. Ég er ekkert smá óhamingjusöm yfir þessum vandræðum.
En, annars er allt gott að frétta. Við skrópuðum í skólann á föstudaginn. Fórum á the auto show. Það fannst okkur ekki gaman. Gaman var í vínsmökkuninni sem við röltum í í 10 stiga frosti. Hittum vínbóndann frá Chianti Classico sem skenkti vínin sín. Óli skrifaði reyndar smá færslu um það. Í gær var 10 stiga hiti en í dag er aftur komið í -10. Það er svosem allt í lagi. Maður ætti ekkert að vera að kvarta yfir veðrinu. Vera bara ánægður með að búa ekki í the Icelandic low.
En, annars er allt gott að frétta. Við skrópuðum í skólann á föstudaginn. Fórum á the auto show. Það fannst okkur ekki gaman. Gaman var í vínsmökkuninni sem við röltum í í 10 stiga frosti. Hittum vínbóndann frá Chianti Classico sem skenkti vínin sín. Óli skrifaði reyndar smá færslu um það. Í gær var 10 stiga hiti en í dag er aftur komið í -10. Það er svosem allt í lagi. Maður ætti ekkert að vera að kvarta yfir veðrinu. Vera bara ánægður með að búa ekki í the Icelandic low.